Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 148
cb er eðlisvarmi þurrs bergs (1000
J/kg°C),
cv er eðlisvarmi vatns i berginu (4200
J/kg°C),
Pb er eðlismassi þurrs bergs (2800
kg/m3),
pv er eðlismassi heita vatnsins í berginu
(814 kg/m3),
p er meðalporuhluti bergsins (0,05),
d er þykkt bergsins (3000 m),
A T er umframhiti bergsins (120°C).
Við áttum okkur betur á stærð
varmaforðans, ef við notum MWár í
stað J sem varmaeiningu. Þá fáum við
qb = 3400 MWár/km2. Af þessum
varma eru 94% í bergi en aðeins 6% í
vatni. Varmatap með varmaleiðni til
yfirborðs yrði 0,8 MW/km2 en meira
mundi muna um varmatap með upp-
gufun og afrennsli, sem gæti verið um 20
MW/km2. Til að halda jöfnum varma-
forða verður jafnmikill varmi að
streyma að neðan. Varmaleiðni dugir
þar skammt. Til þess þyrfti hitastigull
undir svæðinu að vera um 12000°C/km
og við værum komin í 1200°C bráðins
bergs aðeins 80 m neðar. Líklegra er að
varminn berist með uppstreymi vatns,
sem joyrfti að nema um 20 kg/s km2 af
240°C vatni. Til virkjunar er hins vegar
algengt, að menn vilji vinna um 400
kg/s km2, sem væri þá um tuttugu
sinnum meira en innstreymi í kerfið.
Þótt vinnsla í þessum mæli herði eitt-
hvað á innstreyminu, byggist hún að
mestu á varmaforðanum og er í þeim
skilningi námavinnsla. Eftir að vinnslu
er hætt, safnast forði á ný en kerfið getur
orðið tíu sinnum lengur að jafna sig, en
sá tími sem vinnslan tók.
Hve stóran hluta varmaforðans get-
um við þá unnið? Því miður er tækni við
varmavinnslu úr háhitakerfum enn
mjög frumstæð. Vatn fæst sjaldnast
sjálfrennandi úr borholum en suða
vatnsins er látin lyfta því til yfirborðs. Ef
vatnið sýður ekki fyrr en það er komið
inn í borholuna, lækkar hiti bergsins
næstum ekkert við vinnsluna og við ná-
um í besta falli aðeins varma vatnsins,
sem er ekki nema 6% af heildinni.
Langvarandi vinnsla getur þó dregið
kaldara vatn inn í kerfið og við hitnun
[ress næst nokkur varmi úr berginu.
Sjóði vatnið hins vegar á leið að hol-
unni, kólnar Jrað verulega niður fyrir
berghitann og getur náð varma úr
berginu með varmaleiðni. I sjóðandi
kerfum getum við þannig náð meiri
varma en var í vatninu. Annar kostur
við sjóðandi kerfi er, að holur skila til
yfirborðs hlutfallslega meiri gufu en
fengist af vatni, sem ekki byrjar suðu
fyrr en á leið upp borholu. Auðveldara
er því að nýta varmann og minna fer til
spillis með frárennslisvatni. Á móti
þessum kostum vegur hins vegar minna
rennsli inn í hverja holu vegna aukins
viðnáms í bergi eftir að vatnið fer að
sjóða. 1 heild er ekki við því að búast að
við fáum meira en 10% varmaforðans til
virkjunar, nema vinnslutæknin verði
bætt. Álitlegast væri að dæla niður
köldu vatni og ná því aftur í borholur
eftir hitnun. Þar sem bergið er illa
vatnsgengt þyrfti að brjóta nýjar
rennslisleiðir, svo að vatnið komist að
varmanum í berginu. Tilraunir í þessa
átt fara nú víða fram, þar sem vitað er
um þurrt heitt berg á litlu dýpi. Þær
eiga enn langt í land til að vinnslan
verði arðbær en árangur til jtessa er at-
hyglisverður.
Varmagjafi háhitakerfa
Segja má að varmagjafi háhitakerfa