Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 149
skipti ekki miklu máli fyrir varma-
vinnsluna, ef hún byggist að mestu á
varmaforða uppstreymissvæðisins en
ekki varmagjafanum.' Engu að síður
hafa vangaveltur um varmagjafann
verið vinsælt þrætuepli og þær geta
skipt máli, ef uppstreymisrásir eru svo
þröngar, að varmaforði i þeim er
óverulegur. Umbrot í varmagjafanum
geta breytt eðlisástandi jarðhitakerfisins
likt og hugsanlegt er að gerst hafi und-
anfarið í Kröflu og Námafjalli. í þriðja
lagi gæti verið eftir mun meiru að
slægjast með vinnslu úr varmagjafanum
sjálfum í stað vinnslu úr uppstreymis-
svæðinu.
Jarðfræðirannsóknir benda eindregið
til þess að varmagjafi háhitakerfa sé
yfirleitt kólnandi innskot og jafnvel
kvikuþrær á fárra kílómetra dýpi (sjá
grein Kristjáns Sæmundssonar og
íngvars Birgis Friðleifssonar 1980, í
jtessu hefti). Varmatap smærri háhita-
kerfa mætti skýra með uppstreymi heits
vatns, sem hitnað hefði með varma-
leiðni djúpt i gosbeltum. Hins vegar er
engin leið að skýra varmatap svæða eins
og Grímsvatna, um 5000 MW, án þess
að mjög náin tengsl séu á milli kviku og
vatns (Helgi Björnsson o. fl. 1980).
Vatnið kælir jaðra innskota svo að jaeir
dragast saman og rifna í smástuðlað
berg. Vatnið smýgur urn rifurnar að
glóðinni og heldur jafnan greiðri leið
opinni þangað. Vökvun hrauns í
Heimaey hefur sýnt, að vatn nær á
jtennan hátt að skola varmann úr berg-
inu til muna hraðar en við j^urra
varmaleiðni. Til að standa undir
varmatapi Grímsvatna jnarf varmaforða
5107m3 af kviku á ári. Á 400 árum
kólnuðu jjannig um 20 km3 kviku.
Jarðhiti með þessa virkni hlýtur því að
vera skamntlifur, nema sífellt sé bætt við
nýjum innskotum. Þessar vangaveltur
hafa leitt hugann að því, að virkni há-
hitakerfa getur verið háð aðgangi vatns
að kviku. Ef kvikuþróin er þannig sett,
að lítið er um vatn í nágrenni, getur
virknin verið til muna minni en varma-
forðinn gefur tilefni til. Þar gæti niður-
dæling vatns örvað háhitakerfið.
Vinnsla varmans úr kvikunni líktist þá
vinnslu varma með vökvun í Heimaey
og vinnslu úr heitu þurru bergi, sem
nefnd var hér að ofan. Virkustu háhita-
svæðin ættu hins vegar að finnast þar
sem vatn á greiðastan aðgang að kviku-
þróm t. d. undir jöklum eða í sprungu-
sveimum á hafsbotni.
LOKAORÐ
Við höfum komið víða við í þessari
grein og kynnst mörgum dæmum þess,
hvernig grunnvatnsfræði og varmafræði
varpa ljósi á uppruna og eðli jarðhita.
Brautryðjendur okkar í þessum fræðum
voru Trausti Einarsson og Gunnar
Böðvarsson en mestur hluti verks þeirra
birtist fyrir 20—40 árum. Síðan hefur
mikið verið unnið að jarðhitarannsókn-
um, en áhersla lögð á aðra þætti og til-
tölulega lítið bæst við á fræðilegum
grunni þessara greina. Þorsteinn Thor-
steinsson vann merkt starf við grunn-
vatnsfræðilegar athuganir á áhrifum
vatnsvinnslu Hitaveitu Reykjavíkur á
jarðhitakerfin í Reykjavík og á Reykj-
um í Mosfellssveit, en tilraunir til sam-
bærilegra rannsókna á vatns- og
varmavinnslu úr háhitakerfum hófust
ekki fyrr en á síðustu árurn. Með aukn-
um áhuga á jarðhita um allan heim
hafa orðið verulegar framfarir í fræði-
legum rannsóknum, sem við munum
keppast við að nýta okkur sem best. Við
291