Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 160
mögulegt nema hitastig vatnsins sé
lægra en 13— 16°C (kjörhitastig vaxtar)
enda virðist silungur dafna mjög vel við
þær aðstæður hér á landi. Að flestra
mati geta áhrif varmamengunar á
vatnalíf verið flókin og javí varasamt að
hrófla við umhverfishitastiginu ef um
mikilvæg vistkerfi er að ræða. í slíkum
tilvikum kemur til álita að takmarka
hitastigsbreytingar umfram náttúrleg-
ar sveiflur við 2—3°C eins og víða tíðk-
ast erlendis. Hins vegar má ekki gleyma
jsví að vegna j^ess hve hitastig íslenskra
vatna getur verið lágt, jaá má eins vera
að blöndun heits vatns geti haft jákvæð
áhrif á líf i ám og vötnum. Benda má á
Mývatn sem dæmi. Volgar lindir stuðla
að gróskumiklu lífi í vatninu.
Þess var getið hér að framan að enn
hefur ekki orðið vart við efnamengun
vatns af völdum jarðhita hér á landi.
Við athuganir á hugsanlegri efnameng-
un af völdum frárennslisvatns á háhita-
svæðum hefur aðallega verið fjallað um
snefilefni sem geta verið hættuleg lífi í
ám og vötnum. Nefna má arsen (As) og
kvikasilfur (Hg) sem þau efni er mestur
gaumur hefur verið gefinn. I eðli sínu
eru efnin slík, að þegar jarðhitavatn
sýður eins og gerist í gufuskiljum, þá
leitar kvikasilfur yfir í gufuhlutann, en
arsen situr eftir i vatnshlutanum. Af
öðrum snefilefnum má nefna blý (Pb),
sink (Zn) og kadmium (Cd), en þeim
hafa hins vegar verið gerð lítil skil i at-
hugunum á hugsanlegum umhverfis-
áhrifum við íslenskar aðstæður. Flúor
(F) og bór (B) ber jafnan á góma þegar
rætt er um efnamengun á háhitasvæð-
um. Þær efnagreiningar á snefilefnum i
jarðhitavatni, sem hafa verið gerðar
iiérlendis, gefa til kynna að styrkur
jDeirra sé svipaður eða lægri en annars
staðar i heiminum. Til samanburðar við
önnur lönd má hafa í huga þá almennu
reglu að magn snefilefna i jarðhitavatni
eykst ört með vaxandi seltu. Og vegna
þess að háhitavatn á íslandi inniheldur
litið af uppleystum efnum (selta er lág),
nema á utanverðum Reykjanesskaga,
má búast við j:>ví að styrkur snefilefna í
jarðhitavatni hér sé minni en annars
staðar. I frárennslisvatni háhitasvæða er
alltaf eitthvað af brennisteinsvetni
(H2S) sem getur haft miður góð áhrif á
líf i straum- og stöðuvötnum. En yfir-
borðs- og grunnvatn er yfirleitt mettað
súrefni sem gengur auðveldlega í sam-
band við brennisteinsvetni og breytir
því í efnasambönd sem teljast síður
skaðleg eða óskaðleg fyrir umhverfið.
Auk snefilefna eru í frárennslisvatni há-
hitasvæða ýmis önnur efni í svo miklu
magni að jjau geta valdið efnamengun
og öðrum spjöllum. Hér er átt við seltu
vatnsins og uppleystan kisil. Á utan-
verðum Reykjanesskaga má til dæmis
vænta frekari saltmengunar grunnvatns
í nágrenni jarðhitasvæða við jjað að
hleypa söltu vatni í frárennslislón. Um-
hverfisáhrif kisils eru sérstæð að jnvi leyti
að miklar útfellingar geta myndast, sér-
staklega í söltu vatni, og lagt undir sig
stórar spildur lands þegar frá líður. Við
Svartsengi jDétta kisilútfellingar þær
sprungur og glufur í hrauninu sem
vatnið hripar niður um og stækkar frá-
rennslislónið |:>ví í sífellu.
Blásandi borholur
og hávaði
Við boranir og beislun jarðgufu á
háhitasvæðum geta komið fyrir óhöpp
sem valda þvi að borholur blása stjórn-
laust í lengri eða skemmri tíma. Ástæð-
ur slikra óhappa geta verið margar og
302