Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 161
má frekar búast við þeim á rannsókna-
og framkvæmdaskeiði en rekstrarskeiði.
Þekkt dæmi er hola 4 við Kröflu, sem
sprengdi af sér borholubúnaðinn og blés
óhindruð í rúmt ár, en þá hrundi hún
saman og rennslið hætti. Þá hafði
myndast stór gígur á borholustæðinu.
Svona borholur, sem kalla mætti
óhemjur, geta valdið flestum þeim um-
hverfisspjöllum sem rekja má til nýt-
ingar háhitasvæða. Dæmi eru þess að
fóðurrör i borholum fari i sundur á litlu
dýpi og hleypi gufu til yfirborðsins í
næsta nágrenni. Slíkar skemmdir á að
vera hægt að lagfæra án mikils tilkostn-
aðar.
Við boranir á háhitasvæðum eru
notaðir öryggislokar sem loka fyrir
vatns- og gufurennsli ef óhapp ber að
höndum. En til að varna því að borhol-
ur fari i blástur á meðan á borun stend-
ur, er köldu vatni dælt í holurnar svo
jDær nái ekki að sjóða. Mikilvægt er að
hafa eftirlit með holum á háhitasvæð-
unt til að koma í veg fyrir að skemmdir
verði á borholubúnaði sem gætu valdið
óhemjanlegum útblæstri.
Ef borholur á háhitasvæðum blása
beint út í umhverfið, myndast mikill
hávaði við suðu vatnsins og útþenslu
gufunnar. Við ákveðin veðurskilyrði
berst þessi hávaði langa vegu sem
þungar drunur. Stundum er talað um
það að drunur sem þessar hafi svæfandi
áhrif á menn. I næsta nágrenni við há-
hitaholur, sem ekki hafa hljóðdeyfi, er
hávaðinn svo skerandi og mikill að ráð-
legt er að nota eyrnahlífar til að koma í
veg fyrir heyrnarskemmdir. Nú á dög-
um tíðkast það hins vegar ekki lengur að
láta háhitaholur blása út í umhverfið án
þess að setja á þær hljóðdeyfi. Undan-
tekningar á þessu geta verið þegar bor-
holum er komið i blástur í fyrsta skipti.
Við langvarandi blástursprófanir eru
alltaf hafðir hljóðdeyfar. Á rekstrar-
skeiði er búið að tengja flestar borholur
við gufuveitu og er þá ekki lengur um
það að ræða að holur blási út í um-
hverfið nema mjög tímabundið.
Loftmengun á háhitasvæbum
Við nýtingu jarðgufu á háhitasvæð-
um er vatn og gufa sem streyma úr bor-
holum skilin að í gufuskiljum. Við að-
skilnaðinn verða uppleyst steinefni eftir
í vatnshlutanum en gastegundir leita
yfir í gufuna. Hlutur gastegunda í jarð-
gufu er venjulega á bilinu 0.5—5%. Al-
gengasta gastegundin er kolsýra (C02)
og nemur hún í flestum tilvikum
50—95% af lieildarstyrk gastegunda í
jarðgufu. Kolsýra berst mjög auðveld-
lega (um 99%) úr sjóðandi jarðhitavatni
yfir í gufu. Af öðrum gastegundum í
jarðgufu má nefna brennisteinsvetni
(H2S), köfnunarefni (N2), súrefni (Oz),
vetni (H2) og metan (CH4). Kvikasilfur,
sem kemur úr háhitaholum, er talið
berast að mestu leyti yfir í gufuhlutann,
og hafa mælingar hér á landi sýnt að svo
muni vera. Þá er talið að geislavirka
lofttegundin radon (Rn-222), sem
mælst hefur í jarðgufu, berist með
gufuhlutanum þegar sjóðandi vatn og
gufa eru skilin að. Fram til þessa hefur
ekkert komið í ljós sem bendir til þess að
kvikasilfur og radon i jarðgufu hafi
valdið mengun hér á landi. Þrátt fyrir
það ber að hafa í huga hið flókna sam-
spil kvikasilfurs og vatnalífs sem getur
valdið upphleðslu skaðlegra efnasam-
banda. Kvikasilfri í jarðgufu og frá-
rennslisvatni hefur því verið nokkur
gaumur gefinn vegna hugsanlegra eit-
uráhrifa.
303