Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 162
Við notkun jarðgufu þéttist gufan en
gastegundirnar ekki. Þéttivatnið bland-
ast kælivatni eða frárennslisvatni frá
hljóðdeyfum, en gastegundunum er
hins vegar í öllum tilvikum hleypt út í
umhverfið. Á rekstrarskeiði er hætt við
loftmengun af völdum gastegunda úr
jarðgufu. Fram til þessa hefur ekki þótt
ástæða til að amast við kolsýru sem
kemur úr jarðgufu, en brennisteinsvetni
hefur verið gaumur gefinn þvi það er
eiturefni. Gastegundir úr jarðgufu eru
þyngri en loft og geta því safnast fyrir í
lægðum og lygnum stöðum við orkuver
sem hagnýta gufu. Af slíkum stöðum má
nefna borkjallara. Til hliðsjónar um
hugsanleg áhrif kolsýru og brenni-
steinsvetnis á háhitasvæðum má minn-
ast þess að við eldsumbrot geta gasteg-
undir safnast fyrir og valdið skaða á
skepnum.
Landsig og skjálftavirkni
Nokkur umræða hefur farið fram um
það hvort land á háhitasvæðum geti
sigið við mikla vatnstöku. Til er dæmi
um 4—5 m landsig á 10 árum á háhita-
svæði erlendis, en hér á landi er þetta
enn óþekkt fyrirbæri. Vel má vera að við
íslenskar aðstæður séu minni líkur á
landsigi en á ýmsum háhitasvæðum er-
lendum. Talið er að hraunlög eins og
eru á fslandi hafi meiri burðargetu en
dæmigerð setlög erlendis og því séu
minni líkur á landsigi hér. Þrátt fyrir
það fara nú fram mælingar við Svarts-
engi og nágrenni til að fylgjast með
hvort landsig verði við vatnstöku úr
svæðinu.
Sú hugmynd hefur komið fram, að
mikil vatnstaka úr háhitasvæðum geti
haft áhrif á jarðskjálftavirkni og valdið
óæskilegum skjálftum. Til er dæmi um
aukna smáskjálftavirkni á háhitasvæði
erlendis eftir að gufuvinnsla hófst, en
hér á landi hefur enn ekki orðið vart við
slíka fylgni. Eins og að ofan getur um
landsig þá má ætla að rninni líkur séu á
auknum skjálftum jtar sent heitt vatn og
gufa koma úr hraunlögum en setlögum.
Talið er að aukna skjálftavirkni í set-
lögum rnegi rekja til landsigs er verður
við vatnstöku. Um þessi mál er hins
vegar lítið vitað og því varasamt að
draga ályktanir af þeirri takmörkuðu
reynslu sem liggur fyrir nú. En þess má
þó geta að undir háhitasvæðum á utan-
verðum Reykjanesskaga hafa mælst
fleiri smáskjálftar en utan svæðanna.
Ekki hefur verið sýnt fram á orsaka-
samhengi á milli skjálftanna og jarðhit-
ans, né hvort vinnsla úr svæðunum hafi
áhrif á skjálftavirknina.
UMRÆÐA
Ef iitið er til Jreirra jarðhitasvæða,
sem nú eru nýtt á íslandi, virðast mikil
umhverfisspjöll ekki hafa orðið. Af þeim
áhrifum á umhverfið sem einna helst
mætti nefna eru jarðrask og breytingar
á náttúrulegum jarðhita. En eins og
fram kernur hér skiptir nokkuð í tvö
horn hvað varðar lághita- og háhita-
svæði. Miklu meiri breytingar verða á
háhitasvæðum við nýlingu en lághita-
svæðum. Að auki hafa háhitasvæði lítið
verið nýtt og því minni reynsla komin á
langtíma umhverfisáhrif þeirra en lág-
hitasvæða. Á næstu árum hlýtur athygli
okkar að beinast í auknum mæli að
hugsanlegum umhverfisáhrifum há-
hitanýtingar.
Niðurdœling
Fram hefur komið að frárennslisvatn
á háhitasvæðum getur valdið varma- og
304