Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 163
efnamengun. Þá hefur komiö fram að
mikil vatnstaka úr háhitasvæðum getur
valdið breytingum á náttúrulegum
jarðhita. Að auki hefur komið fram að
mikil vatnstaka getur hugsanlega valdið
landsigi og breytingum á jarðskjálfta-
virkni háhitasvæða. Um þetta atriði er
þó lítið vitað ennþá. Ein er sú leið sem
getur dregið úr eða jafnvel útilokað of-
angreind umhverfisáhrif, en það er nið-
urdæling á frárennslisvatni. 1 niðurdæl-
ingu er frárennslisvatn orkuvera látið
renna niður í jarðhitakerfið um borhol-
ur. Þótt talað sé urn niðurdælingu þarf
ekki endilega að dæla vatninu niður, því
i flestum tilvikum ætti það að renna
sjálfkrafa. Niðurdæling hefur ekki enn
verið reynd hér á landi, en víða erlendis
hefur hún verið prófuð hin síðari ár.
Árangur af niðurdælingu hefur víðast
hvar verið góöur, en svo virðist sem út-
fellingar kísils geti valdið erfiðleikum.
Vandasamt er að ákveða hvar eigi að
hleypa köldu frárennslisvatni niður í
heitt jarðhitakerfi. I því sambandi er
aðallega rætt um staðsetningu og dýpi
niðurdælingarhola. Það er spurning
hvort slíkar holur eigi að vera innan
(nærri miðju eða jaðri) eða utan jarð-
hitasvæðis og hvort þær eigi að vera
djúpar eða grunnar. Sú takmarkaða
reynsla sem komin er á niðurdælingu
erlendis bendir til þess að niðurdæling-
arholur beri að staðsetja innan jarð-
hitasvæðis. Enn er það álitamál hvort
þær eigi að vera djúpar eða grunnar.
Umhverfisk'ónnun
Við ákvarðanatöku um virkjun eða
hagnýtingu jarðhitasvæða þurfa að
liggja fyrir upplýsingar um hugsanleg
áhrif nýtingarinnar á umhverfið. I þess-
ari grein hefur verið stiklað á helstu at-
riðum er varða umhverfisáhrif nýtingar
jarðhita. Þar með er ekki ságt að slík
áhrif geti oröiö á öllum jarðhitasvæðum
við vinnslu, né að þau verði alls staðar
hin sömu. Því ráða aðstæður á hverjum
stað hvað mestu um. I því sambandi má
benda á jarðhitasvæðin á utanverðum
Reykjanesskaga annars vegar og Heng-
ilssvæðið hins vegar. Nátlúrufar þeirra
er ákaflega ólíkt og þar við bætist að
jarðsjór kemur úr svæðunum á Reykja-
nesskaga. Hengilssvæðið er jafnframt
rnikið útivistarsvæði og liggur hluti þess
að Þingvallavatni. Af þessum ástæðum
ber nauðsyn til að gera sérstaka um-
hverfiskönnun á liverju jaröhitasvæði
fyrir sig. Slík könnun á að leiða í ljós
helsta einkenni svæðisins hvað varðar
náttúrufar og annað er varðar áhrif
nýtingar á umhverfið. Umhverfiskönn-
un jarðhitasvæða ætti að fela í sér upp-
lýsingar um eftirfarandi atriði: Nátt-
úrulegan jarðhita og jarðfræði, landslag
og jarðveg, veðurfar og vatnsbúskap,
mikilvæg vistkerfi, landnýtingu og
byggð á svæðinu og söguminjar.
Á grundvelli slíkrar könnunar á jarð-
hitasvæðum má gera fyrstu athugun á
hugsanlegum umhverfisáhrifum.
Könnunin ætti að leiða í ljós þau ein-
kenni svæðisins sem æskilegt væri að
vernda. Mikilvægt er að gera umhverf-
iskönnun á rannsóknaskeiði til þess að
verkfræðileg hönnun og framkvæmdir
við mannvirki geti tekið mið af nátt-
úruvernd. Tímanleg könnun leggur
einnig grunninn að mati á umhverfis-
áhrifum á síðari stigum framkvæmda og
reksturs.
Að fengnum upplýsingum um nátt-
úrufar og umhverfi jarðhitasvæða, sem
verið er að búa undir vinnslu og hag-
nýtingu, þarf að meta hvaða áhrif nýt-
305
20