Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 164
ingin getur haft. Þá er miðað við
ákveðna nýtingu svo sem hitaveitu,
iðnaðarnotkun eða raforkuframleiðslu.
Upplýsingar um jarðhitasvæðið, svo
sem hitastig og efnasamsetningu bor-
holuvökva, eru mikilvægar í mati á
umhverfisáhrifum. f slíku mati þurfa að
koma fram eftirfarandi atriði: Tilgang-
ur nýtingar, lýsing nýtingarferils, lýsing
umhverfis og líkleg umhverfisáhrif nýt-
ingar. Þegar búið er að leggja fram of-
angreint mat þarf síðan að taka afstöðu
til þess hvort fyrirhugaðar framkvæmd-
ir séu í samræmi við ríkjandi hugmyndir
um náttúruvernd.
NIÐURLAG
Hér hefur verið stiklað á stóru um
áhrif nýtingar jarðhita á umhverfið.
Þessum málum hefur hingað til verið
lítið sinnt hér á landi, enda veldur nýt-
ing lághita litlum breytingum á um-
hverfinu og nýting háhitasvæða er stutt
á veg komin. En athuganir á hugsan-
legum áhrifum nýtingar háhitasvæða
benda hins vegar til þess að þörf sé á að
fara að með gát. Náttúra íslands er talin
viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum. Því
getur aukið álag á umhverfið af völdum
nýtingar háhitasvæða valdið stað-
bundnum spjöllum.
Nokkrar athuganir hafa farið fram á
streymi grunnvatns á þeim háhitasvæð-
um landsins sem komin eru í vinnslu. Er
það góðs viti og ber tvímælalaust að
halda áfram á þeirri braut. En um-
hverfismál jarðhita þarf samt að taka
fastari tökum og færa í svipað horf og
umhverfismál vatnsafls. Nauðsynlegt er
að standa skipulega að umhverfiskönn-
un jarðhitasvæða og mati á áhrifum
nýtingar á umhverfið. Þá er mikilvægt
að jarðhita- og líffræðingar starfi saman
að þessum málum ásamt hönnunarað-
ila. Ljóst er að koma má í veg fyrir mikil
umhverfisspjöll ef rétt er að málum
staðið. I þeirri viðleitni er mikilvægt að
prófa niðurdælingu hér á landi sem
fyrst.
ÞAKKARORÐ
Ég vil þakka meðhöfundum þessa
jarðhitaheftis Náttúrufræðingsins og
þeim Hákoni Aðalsteinssyni, Halldóri
Armannssyni og Sverri Þórhallssyni,
fyrir gagnlegar ábendingar um efni
greinarinnar.
HEIMILDIR
Aðalsteinsson, Hákon. 1980. Skipulag rann-
sókna á umhverfisáhrifum virkjana.
Orkustofnun OS80006/ROD04.
Arnórsson, Stefán. 1975. Geothermal Energy in
Iceland — Utilisation and Environmen-
tal Problems. Naturopa. 23: 23 — 26.
— 1976. Kisill og brennisteinsvetni 1 affalls-
vatni frá gufuborholum. Orkustofnun
OSJHD7601.
— 1979. Mineral Deposition from Iceland
Geothermal Waters: Environmental and
Utilization Problems. Society of
Petroleum Engineers, International
Symposium on Oilfield and Geothermal
Chemistry: 267—274.
— & Einar Gunnlaugsson. 1976. Vatnasvið
Hliðadalslækjar og affallsvatn frá
Kröfluvirkjun. Orkustofnun OSJHD7602.
Axtmann, R. C. 1975. Environmental Impact
of a Geothermal Power Plant. Science.
187: 795-803.
Björnsson, Jakob. 1973. Landþörf orku-
vinnsluiðnaðar á Islandi. Landnýtingar-
ráðstefna Landverndar 6. — 7. apríl 1973.
Bowen, R. G. 1973. Environmental Impact of
Geothermal Development. Kruger, P. &
Otte C. (eds): Geothermal Energy —
Resources, Production, Stimulation.
Stanford University Press, 197 — 215.
306