Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 172
Axel Björnsson:
Jarðhitarannsóknir á
lághitasvæðum í grennd við
Akureyri
INNGANGUR
J arðhitasvæðum á Islandi er oft skipt
eftir hitastigi í háhita- og lághitasvæði.
Er sú skipting nátengd hitagjafa svæð-
isins og jarðfræðilegri gerð landsins.
Háhitasvæðin eru 20—30 talsins og eru
öll innan eða á jöðrum hins virka gos-
beltis, sem teygir sig frá Reykjanesi til
norðausturs þvert yfir landið. A yfir-
borði einkennast þau af sjóðandi vatns-
og leirhverum, gufuaugum og mikilli
ummyndun yfirborðsjarðlaga. Nýting
háhitasvæða hér á landi er ekki mikil
enn sem komið er, þó nokkuð hafi verið
borað í þau. Jarðhitastaðir á landinu,
sem telja má til lághitasvæða eru um
250 talsins og eru flestir í byggð. Stærstu
lághitasvæðin eru á Suðvestur- og Suð-
urlandi við jaðra virka gosbeltisins svo
og í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Lághitasvæðin einkennast flest af
heitum laugum og lindum eða sjóðandi
vatnshverum. Hitastig á yfirborði er
20—100°C. Lághitavatn hefur eitthvað
verið notað frá landnámsöld til þvotta
og til baða. En það er ekki fyrr en á
þessari öld sem not þess fara að hafa
þjóðhagslegt gildi og er jarðhitavatn nú
nýtt um nær allt land í sundlaugar, í
gróðurhús, í iðnaði og til upphitunar
húsa, bæði á einstökum býlum og í
hitaveitur í kauptúnum og kaupstöðum.
Nú njóta 65 — 70% allra landsmanna
húshitunar með vatni frá jarðhitasvæð-
um og sennilegt er að í framtíðinni geti
þessi tala komist upp í 80%. Ýmsir aðrir
möguleikar eru einnig til aukinnar hag-
kvæmrar nýtingar lághitavatns t. d. i
fiskirækt, iðnaði og landbúnaði þótt
ennþá sé slik nýting óveruleg miðað við
húshitunina. Til þess að draga fram
mikilvægi húshitunar með jarðvarma
fyrir þjóðarbúið má benda á, að um það
bil 300.000 tonn af olíu sparast á hverju
ári í landinu með því að nota jarðhita-
vatn í hitaveitur. Þessi olía mundi kosta
á verðlagi ársins 1980 um 50 milljarða
króna, sem er urn einn sjöundi hluti
fjárlaga íslenska ríkisins og slagar upp í
að vera svipuð upphæð og allir bcinir
skattar landsmanna það ár.
í þessari grein veröur fyrst lýst stutt-
lega hvernig skipulagi á rannsókn lág-
hitasvæða er háttað. Síðan verður lýst
einu dæmi um rannsókn og nýtingu
lághitasvæðis. Fyrir valinu varð jarð-
hitaleit á Miðnorðurlandi fyrir Akur-
eyri. Astæðurnar eru þær að jarðhita-
Náttúrufræðingurinn, 50 (3—4), 1980
314