Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 173
svæði í grennd við Akureyri eru dæmi-
gerð fyrir lághitasvæði á blágrýtis-
myndun landsins og rannsókn þeirra
hefur verið allumfangsmikil síðustu ár-
in. Spanna rannsóknir yfir flesta þætti
jarðhitaleitar allt frá frumathugunum
og kortlagningu jarðhitastaða, yfir bor-
anir og borholumælingar og enda á
dæluprófunum og mati á vinnslugetu
einstakra jarðhitasvæða.
SKIPULAG JARÐHITARANN-
SÓKNA Á LÁGHITASVÆÐUM
Jarðhitarannsóknir á háhita- og lág-
hitasvæðum eru að ýmsu leyti áþekkar,
en að hluta er þó beitt ólíkum aðferðum
og áherslur eru mismunandi á hinum
ýmsu þáttum rannsóknanna. Skipulagi
og framkvæmd rannsókna háhitasvæða
hafa verið gerð góð skil, sjá Sveinbjörn
Björnsson (1969, 1980). Minna hefur
verið fjallað um rannsóknir á lághita-
svæðum á eins kerfisbundinn hátt.
Nokkur vandkvæði eru á því að setja
fram áætlun um, hvernig best megi
standa að rannsókn lághitasvæða. Þetta
liggur í því hve margbreytileg svæðin
eru og hversu mismikilli nýtingu er
stefnt að liverju sinni. Benda má á tvö
gerólík dæmi þessu til skýringar. I fyrsta
dæminu má hugsa sér bónda, sem
stefnir að upphitun ibúðarhúss með
jarðhita, þar sem sjóðandi hver er í tún-
jaðrinum. Idér þarf eingöngu að athuga
hvort vatnið sé nothæft og hvað leiðsla
frá hvernum heim á bæinn muni kosta.
Reynist vatnið neysluhæft og leiðslan
ekki of dýr er unnt að leggja strax í
framkvæmdir án frekari rannsókna. I
öðru gagnstæðu dæmi má líta á kaup-
stað í tugkílómetra fjarlægð frá jarð-
hitastað, þar sem vatnsrennsli er hvorki
nægjanlegt né hitastig nógu hátt til þess
að fullnægja varmaþörf til upphit-
unar húsa í kaupstaðnum. I þessu tilviki
getur þurft að gera margra ára rann-
sóknir á jarðhitasvæðinu og á hag-
kvæmnihliðinni áður en unnt er að taka
ákvörðun um hvort stefna skuli að hitun
húsa með jarðvarma, eða hvort notast
verður við annan upphitunarkost.
Meginvandi jarðhitarannsókna á lág-
hitasvæðum eru því oft forrannsóknir
og markviss staðsetning borhola. Eftir
að vatn hefur fengist í borholu er oftast
fljótlegt að kanna afkastagetu holunnar
og meta gæði vatnsins. Lághitavatn er
nær ómengað regnvatn sem fallið hefur
á hálendinu og hefur ekki náð það háu
hitastigi að það hafi tekið i sig verulegt
magn uppleystra efna úr berginu. Það er
því oftast neysluhæft eins og það kemur
fyrir og lílil hætta er á vinnslutæknileg-
um erfiðleikum eins og útfellingum og
tæringu.
Nokkru öðru máli gegnir um rann-
sókn háhitasvæðanna. Þau eru flest
áþekk að gerð á yfirborði og forrann-
sóknir eru af svipuðu sniði frá einu
svæði til annars. Á hinn bóginn eru
jarðhitakerfin, t. d. hvað hitastig snertir,
gerólik á hinum ýmsu svæðurn og
vinnslueiginleikar því mjög mismun-
andi. Þetta krefst vandaðra og um-
fangsmikilla borholurannsókna og
vinnslutilrauna, áður en unnt er að meta
vinnslugetu og velja hentugasta nýting-
arfyrirkomulag jarðvarmans.
Þrátt fyrir breytileik lághitasvæð-
anna og nokkur vandkvæði við að gera
raunhæfa rannsóknaáætlun, sem nota
má fyrir fleiri en eitt ákveðið svæði,
verður hér reynt að lýsa stuttlega hinum
ýmsu ]táttum jarðhitarannsóknar lág-
hitasvæðis allt frá frumkönnun jarð-
hitasvæðisins til nýtingar jarðvarmans.
315