Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 174
Er stuðst við ofannefndar áætlanir
Sveinbjörns Björnssonar um rannsókn
háhitasvæða og við fengna reynslu af
jarðhitarannsóknum undanfarin ár.
Jarðhitarannsóknum á lághitasvæðum
má gróft skipta upp í fimm verkþætti:
1. Nýtingaráform og hagkvæmnisat-
hugun.
2. Forrannsóknir.
3. Borholurannsóknir.
4. Mat á afkastagetu jarðhitasvæðis.
5. Hönnun hitaveitu, gerð útboðs-
gagna.
Verður hér lauslega gerð grein fyrir
hverjum þætti fyrir sig.
1. Nýtingaráform og
hagkvœmn isa th ugun
Þegar hafist er handa við rannsókn
jarðhitasvæðis, hafa menn venjulega í
huga einhver ákveðin not fyrir jarð-
varmaorkuna. I flestum tilfellum er um
húshitun að ræða en einnig er leitað
eftir heitu vatni til annarra nota. Sem
dæmi má nefna sundlaugar, gróðurhús
og iðnað, t. d. þurrkun og fiskirækt, sem
gæti nýtt mikið magn jarðvarma í fram-
tíðinni. Fyrsta skrefið er að athuga hag-
kvæmni fyrirhugaðrar nýtingar. Skiptir
þar mestu máli vatnsþörfin, hitastig
vatnsins og kostnaður við lagnir leiðslna
frá jarðhitasvæðinu til notandans. Þessi
atriði eru mjög mismunandi frá einum
stað til annars og verulega háð því hver
nýtingin er. Fyrir stóran kaupstað getur
verið hagkvæmt að leiða heitt vatn
marga tugi kílómetra, en fyrir einstök
býli getur vart borgað sig að leggja
leiðslu nema fáa kílómetra. Til upphit-
unar er æskilegt að vatn sé yfir 50 °C
hcitt en í fiskirækt má vel nota mun
kaldara vatn. Við mat á hagkvæmni
þarf oft að gefa sér forsendur um
óþekkta hluti eins og t. d. hitastig og
magn fáanlegs vatns. Verður þá að
byggja forsendur á þeim ófullkomnu
upplýsingum sem til eru, eða á reynslu
frá öðrum álíka jarðhitasvæðum. Þessar
forsendur verður síðan að endurmeta
jafnóðum og niðurstöður nýrra rann-
sókna liggja fyrir og gera nýja raunhæf-
ari hagkvæmnisúttekt.
Nýtingaráform og hagkvæmnisúttekt
er talin hér fyrsti liður í rannsóknum
jarðhitasvæðis á undan forrannsóknum.
Þar með er ekki sagt að þennan verkþátt
þurfi ávallt að vinna áður en eiginlegar
rannsóknir hefjast. Þvert á móti væri
æskilegt að stunda almennari rann-
sóknir á orkulindum landsins með
langtímasjónarmið í huga, þ. e. kanna
sem best jarðhitasvæði landsins þannig
að upplýsingar um vinnslugetu og hag-
kvæmustu nýtingarmöguleika þeirra
séu á reiðum höndum þegar velja þarf
virkjunarstaði eða koma á fót nýrri nýt-
ingu.
2. Forrannsóknir
Við forrannsóknir jarðhitasvæða er
beitt margvíslegum aðferðum á sviði
jarðfræði, jarðefnafræði og jarðeðlis-
fræði. Fyrst er venjulega gert einfalt
jarðfræðikort af jarðhitasvæðinu og
næsta nágrenni þess og úttekt gerð á
eldri fyrirliggjandi athugunum. Er
einkum reynt að athuga á hvern hátt
laugar og hverir eru tengd jarðfræðilegri
byggingu svæðisins og gerð er fyrsta
áætlun um hvernig best megi standa að
frekari rannsókn. Mikilvægt er að taka
fljótlega sýni af heita vatninu til efna-
greiningar og athuga neysluhæfni þess.
Um leið er reynt að reikna út frá efna-
316