Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 175
innihaldi vatnsins, með notkun svo-
nefndra efnahitamæla, hve hátt hita-
stigið er djúpt í jarðhitakerfinu. Næsta
skrefið eru venjulega jarðeðlisfræðilegar
mælingar, nákvæmari jarðfræðiathug-
anir, kortlagning lauga og hvera og
rennsli jDeirra mælt. Gjarnan eru gerðar
viðnámsmælingar, til |Dess að kanna
stærð jarðhitasvæðisins. Þær geta einnig
gefið grófa hugmynd um hitastig og
vatnsgengd í berginu. Síðan er oftast
gert segulkort af næsta nágrenni fyrir-
hugaðs borsvæðis, til þess að finna ganga
og misgengi, sem heita vatnið kann að
renna um og lega þeirra borin saman
við útbreiðslu lauga og hvera. Einnig
koma hér við sögu eiginspennumæling-
ar, hitamælingar í jarðvegi og viðnáms-
lengdarmælingar við nákvæmari könn-
un afmarkaðra svæða. Til þessa verk-
jsáttar verður einnig að telja úttekt á
öllum eldri gögnum sem til eru urn
jarðhitasvæðið, bæði forathugunum og
eldri borholum ef áður hefur verið bor-
að á rannsóknasvæðinu. Niðurstöður
forrannsókna eru síðan teknar saman í
skýrslu eða greinargerð ásamt endur-
mati á hagkvæmnisþættinum. Þar á að
koma fram nýtt hagkvæmnismat, laus-
legt mat á afkastagetu jarðhitasvæð-
anna og síðast en ekki síst staðsetning
fyrstu borhola, annað hvort grunnra
rannsóknarhola eða dýpri hola sem síð-
an geta nýst sem vinnsluholur.
3. Borholurannsóknir
Borholumælingar fela í sér rannsókn-
arboranir, greiningu á borkjörnum eða
svarfi, athugun á efnainnihaldi bor-
holuvatns og ýmsar mælingar, sem
framkvæmdar eru í borholum. Borhol-
um á lághitasvæðum má skipta í tvær
gerðir. Annars vegar eru grunnar holur,
oftast 50—200 m djúpar, sem eru bor-
aðar í þeim tilgangi að kanna hitastig
bæði innan og utan jarðhitasvæða.
Einnig eru slíkar holur stundum borað-
ar til þess að svara ákveðnum jarð-
fræðilegum spurningum eins og t. d. um
legu ganga og misgengja og þar með
hjálpa til við markvissari staðsetningu
dýpri og dýrari hola. Hins vegar eru
boraðar djúpar holur, 600—3000 m
djúpar. Hvort sem þær eru kallaðar
rannsóknar- eða vinnsluholur eru þær
oftast staðsettar með jrað sjónarmið í
huga að jaær gefi nýtanlegt vatn.
Mælingar og athuganir á borholum
eru einkum gerðar i tvennum tilgangi: I
fyrsta lagi er upplýsingum safnað á
meðan borun og prófun hola stendur
yfir. Má í jjví sambandi nefna greiningu
svarfs jafnóðum og það berst upp úr
holunni til þess að fylgjast með jarðlög-
um sem borað er í. Einkum er fylgst með
hruni og útvíkkunum sem valdið geta
erfiðleikum i borun og holan viddar-
mæld i sama tilgangi. Þessar athuganir í
borun eru oftast gerðar til þess að afla
nauðsynlegra upplýsinga er nota þarf
við ákvarðanatöku um bordýpi og lausn
bortæknilegra vandamála er upp kunna
að koma. Lita má á þessar rannsóknir
sem hluta af borverkinu. I öðru lagi eru
gerðar margvíslegar mælingar i holum
að borun lokinni. Eru það einkum hita-,
viðnáms-, eiginspennu- og geislavirkni-
mælingar. Jafnframt er svarf greint ná-
kvæmlega í smásjá og að hluta í rönt-
gentæki. Markmiðið er að afla sem við-
tækastra up'plýsinga um uppbyggingu,
eðli og vinnslueiginleika jarðhitasvæð-
isins, sem holurnar eru boraðar i. Niður-
stöður þarf að bera saman við það, sem
vitað er um jarðfræði svæðisins og
niðurstöður forrannsókna. Við borun
317