Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 176
fyrstu hola á jarðhitasvæði og saman-
burð borholurannsókna við forrann-
sóknir vakna gjarnan ýmsar spurningar,
sem unnt væri að svara með frekari for-
rannsóknum. Verður þá að halda for-
rannsóknum áfram og vinna þær sam-
hliða borunum, þannig að þessir þættir
geti gripið hvor inn í annan. Á þessu
stigi þarf einnig að leysa vinnslutækni-
leg vandamál eins og útfellingar og
tæringu sé hætta á slíku við not heita
vatnsins.
4. Mat á vinnslugetu
jarðhitasvœðis
Undir þennan lið falla fyrst og fremst
rennslis- og þrýstingsmælingar í bor-
holum. Með því að mæla þessa þætti er
reynt að fá upplýsingar um afköst ein-
stakra hola. Einnig er stefnt að því að
finna afkastagetu alls jarðhitasvæðisins
með langtímaathugunum á rennsli
þrýstingi eða vatnsstöðu allra hola svo
og lauga og hvera, sem telja má til sama
jarðhitakerfis og holurnar eru boraðar í.
Oft er unnt að fá haldgóðar upplýsingar
um þessi mál eftir nokkrar vikur en
stundum getur þurft mælingar mánuð-
um saman áður en endanlega liggur
ljóst fyrir hve miklu vatni má ná úr
jarðhitakerfinu. Á þessum niðurstöðum
byggjast síðan ákvarðanir um stærð og
hönnun á virkjun, þ. e. hitaveitu,
þurrkstöð, fiskiræktarstöð eða öðru því
mannvirki er stefnt er að.
5. Hönnun virkjunar, gerð
útboðsgagna
Þetta er lokaþáttur jarðhitarann-
sóknarinnar og síðasta skrefið, sem stíga
verður áður en framkvæmdir við fyrir-
hugaða virkjun geta hafist. Þessi jráttur
er að litlu leyti í höndum jarðhitasér-
fræðinga og verður því ekki fjölyrt um
hann frekar hér.
Nokkuð hefur skort á, að þeir sem við
jarðhitarannsóknir og nýtingu jarð-
varma starfa, hafi gert sér grein fyrir
þeim stíganda, þrep af þrepi, sem verður
að vera í jarðhitarannsóknum til þess að
unnt sé að taka réttar ákvarðanir hverju
sinni. Ofangreinda þætti verður að
vinna í réttri röð og áætla verður nægj-
anlega langan tíma í hvern Jjeirra. Þeg-
ar rannsóknir eru hafnar getur verið
álitamál á hvern þáttinn leggja beri
mesta áherslu á hverjum tíma. Vegna
skorts á þjálfuðum jarðhitasérfræðing-
um, er stundum ekki unnt að sinna öll-
um þeim rannsóknum, er hjálpað geta
við vatnsöflun og verður því að velja og
hafna. Eitt aðalmarkmið rannsóknanna
hlýtur að vera að gera vatnsöflun með
borunum eins örugga og ódýra og
mögulegt er. Ef farin er öruggasta leiðin
getur það kostað margháttaðar rann-
sóknir, sem taka mjög langan tíma. Af
hagkvæmnisástæðum hlýtur einnig að
vera stefnt að því að afla nægjanlegs
vatns á sem skemmstum tíma. Þessi tvö
sjónarmið togast á við allar ákvarðana-
tökur og verður því að velja einhverja
millileið, þar sem atriði eins og umfang
rannsókna, tímalengd og kostnaður eru
vegin og metin.
AÐDRAGANDI AÐ HITAVEITU
Á AKUREYRI
Tilraunir til þess að nýta jarðvarma
til hitunar húsa á Akureyri eiga sér
nokkuð langa sögu. Þær hófust árið
1930 með borun í Glerárgili, en síðan
var lögð leiðsla frá laugunum í Glerár-
gili að sundlaug bæjarins. Um svipað
leyti var farið að bora eftir heitu vatni i
grennd við Kristnes. Jarðhitaleit var
318