Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 183
hitastig mun lægra en innan svæðisins.
Erfitt hefur reynst að greina marktæk
frávik í efnainnihaldi vatns frá einni
laug til annarrar. Þó má sjá, aö flúor-
magn er einna lægst í grennd við
Laugaland sem bent gæti til þess, að
uppstreymi vatnsins sé þar einna greið-
ast og útskolun flúors úr berginu því
minni en á öðrum jarðhitastöðum í
grenndinni. A 2. mynd er sýnt magn
flúors í heitu vatni af Eyjafjarðarsvæð-
inu.
Jarðeðlisfrœðileg könnun
Mjög umfangsmiklar jarðeðlisfræði-
legar mælingar hafa verið gerðar í ná-
grenni Akureyrar á undanförnum ár-
um. Tilgangur þeirra hefur verið tví-
þættur. I fyrsta lagi má nefna almennar
athuganir á jarðhitasvæðunum og jarð-
hitaleit. I þessu sambandi er einkum
beitl viðnámsmælingum, til þess að
kanna útbreiðslu og dýpt einstakra
jarðhitakerfa. Um leið gefa þessar mæl-
ingar mat á hitastigi og vatnsgengd
einstakra svæða. Við túlkun mæling-
anna er höfð hliðsjón af jarðfræðikort-
lagningu, einkum sprungu- og mis-
gengjabeltum og öðru höggunar-
mynstri. I öðru lagi eru gerðar ýmsar
jarðeðlisfræðilegar mælingar á afmörk-
uðum svæðum í þeim tilgangi að stað-
setja borholurásem markvissastan hátt.
Segulmælingar eru langmikilvægastar,
þar sem unnt er að rekja með þeim
bergganga, sem ekki sjást á yfirborði.
Einnig hafa verið gerðar eiginspennu-
mælingar, hitamælingar í jarðvegi og
grunnar lengdarviðnámsmælingar í
þessum tilgangi. Hér verður aðeins vikið
að meginniðurstöðum viðnáms- og seg-
ulmælinganna.
2. mynd. Flúormagn í heitu vatni á Eyja-
fjarðarsvæðinu mælt í milligrömmum í
hverju kílói vatns (ppm). Flúorinnihald
vatnsins er einna lægst i grennd við Lauga-
land, sem bent gæti til greiðara upprennslis
á þeim slóðum. — Fluorine in geothermal waler
near Akureyri measured in ppm. Low numbers in-
dicate main upflow area.
Stærsta átakið í viðnámsmælingum
var unnið sumarið 1975 eftir að veru-
legur áhugi hafði vaknað á jarðhitanýt-
ingu vegna hækkandi oliuverðs. Þá voru
gerðar 51 Schlumberger-viðnámsmæl-
ing og 10 tvípólamælingar í Eyjafirði,
Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og viðar.
Niðurstöðurnar sýndu að eðlisviðnám
við Eyjafjörð er víðast um 100—200
ohmmetrar utan jarðhitasvæða.
Viða þar sem vart verður jarðhita, er
viðnám óverulegra lægra t. d. á Sval-
barðseyri, i Glerárgili og á Laugalandi i
Hörgárdal. Þetta bendir til þess að heita
vatnið komi upp eftir þröngum rásum á
þessum stöðum og að vatnskerfin séu
ekki víðáttumikil. Verulega lágt svæðis-
bundið viðnám, minna en 60 ohmmetr-
ar, mældist eingöngu á tveimur stöðum
325