Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 185
þ. e. í grennd við Grísará og við Lauga-
land í Öngulsstaðahreppi. Var lágvið-
námssvæðið á síðarnefnda staðnum
nokkru víðáttumeira og var því ákveðið
að bora þar fyrstu djúpu tilraunahol-
una. I Fnjóskadal og Ljósavatnsskarði er
svæðisbundið viðnám nokkru lægra en
við Eyjafjörð eða um 40—100 ohm-
metrar. Astæðan er væntanlega yngra
og vatnsgengara berg. Við Reyki í
Fnjóskadal og að Stóru-Tjörnum í
Ljósavatnsskarði fer eðlisviðnám niður í
um 20 ohmmetra á nokkuð stórum
svæðum, einkum við Reyki, og bendir
það til útbreiddra jarðhitasvæða. Á 3.
mynd eru sýndar niðurstöður viðnáms-
mælinga sem gerðar voru 1975.
Eins og að framan getur sjást víða
náin tengsl bergganga og jarðhita 1
Eyjafirði. Laugar raða sér gjarnan á
beinar línur eftir göngum og sums stað-
ar má finna laugar er streyma beint upp
úr gangi. Borun eftir heitu vatni í þess-
um landshluta hefur einnig leitt í ljós að
vatnsæðar koma mjög oft í holur þar
sem þær skera ganga. Til þess að athuga
þessi tengsl ganga og lauga nánar á
Eyjafjarðarsvæðinu var 1976 hafist
handa við gerð nákvæms segulkorts af
tveimur svæðum. Er annað vestan
megin í dalnum og nær frá Reykhúsum
að Hrafnagili, en hitt er að austanverðu
og nær frá Björk suður undir Munka-
þverá. Kort sem þessi eru ekki eingöngu
gerð til þess að finna legu ganga og
kanna tengsl þeirra við jarðhita, heldur
eru þau einnig nauðsynleg forsenda þess
að unnt sé að staðsetja með nægjanlegri
nákvæmni borholur, sem ætlað er að
skera ákveðna ganga á fyrirfram
ákveðnu dýpi. Segulkortið af þessum
svæðum nær yfir alls um 7 ferkílómetra
og er hið stærsta sinnar tegundar, sem
gert hefur verið hér á landi. Yfirleitt var
mælt með 5 m millibili eftir beinum
línum sem lágu austur-vestur, 20 m eru
að jafnaði á milli lína og var mælt á um
það bil 70000 stöðum.
Ein meginniðurstaða segulmæling-
anna er sú að aðeins örfáir af mörgum
tugum ganga, sem sjást í mælingum,
leiði heitt vatn upp til yfirborðs. Benda
niðurstöður meira að segja til þess að flest-
ar eða allar laugar og æðar í borholum
á Eyjafjarðarsvæðinu séu tengdar tveim-
ur meginuppstreymisrásum, annarri
vestan megin en hinni austan megin í
dalnum. Vestari rásin er gangur sem
nær frá Reykhúsum um Grísará og suð-
ur fyrir Hrafnagilslaug syðri. Allar
laugar og allar vatnsæðar í borholum á
þessu svæði gætu verið tengdar þessum
gangi nema ef til vill laugarnar ofan við
Kristnes, sem liggja á NA-SV gangi er
sker meginganginn við Reykhús. Aust-
an megin í dalnum má á svipaðan hátt
tengja vatnsæðar í holum að Ytri-
Tjörnum svo og í holum á Syðra-
Laugalandi við einn og sama ganginn,
eða greinar af honum.
BORANIR OG
BORHOLURANNSÓKNIR
Að fengnum niðurstöðum forrann-
sókna sumarsins 1975, var fyrsta djúpa
borholan staðsett við Syðra-Laugaland
og hófst borun haustið 1975 með jarð-
bornum Jötni. Fyrirhugað var að bora
þessa fyrstu rannsóknaholu niður á allt
að 3600 metra dýpi til þess að kanna
sem best jarðlög og möguleika á vinnslu
vatns á jarðhitasvæðinu. Holan varð
ekki nema um 1300 metra djúp, en
óvæntur og mikill árangur náðist. Á um
600 metra dýpi kom æð í holuna sem gaf
um 23 sekúndulítra og í botni korn inn
327