Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 186

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 186
önnur stór æð. Heildarrennsli úr hol- unni var í fyrstu 90—100 sekúndulítrar og þrýstingur á vatninu töluverður, eða um 14 loftþyngdir þegar lokað var fyrir holuna. Varð þess vegna að hætta við dýpri borun, þar sem erfiðlega gekk að beisla vatnsflóðið. Síðan voru boraðar tvær holur til viðbótar með Jötni á sömu slóðum. Gaf önnur holan ágætan ár- angur en hin var þurr. Eftir þennan góða árangur þótti sjálfsagt að reyna að ná meira vatni af jarðhitasvæðinu í Eyjafirði. Var forrannsóknum og bor- unum haldið áfram og ein hola boruð í viðbót með Jötni á Laugalandi veturinn 1976—1977. Næsta vetur voru síðan boraðar þrjár holur með Dofra (Gufu- bor) næststærsta bor landsmanna og í október 1977 hófst borun með minni borum, Narfa og Glaumi, og má segja að borað hafi verið nær óslitið síðan. Alls hafa verið boraðar 15 djúpar holur fyrir Hitaveitu Akureyrar. Flestar holurnar eru um eða yfir 1500 m djúpar en nokkrar eru þó ekki nema um 1000 m og verða þær dýpkaðar ef ástæða þykir til. Við Laugaland eru 7 holur, við Ytri-Tjarnir eru 4 og síðan eru 4 ein- stakar rannsóknaholur á nálægum jarð- hitastöðum, þ. e. við Reykhús, Grísará, Klauf og Grýtu. Þessar holur eru mjög misjafnar. Sumar gefa um 40 sekúndu- lítra af heitu vatni með dælingu, en aðrar lítið sem ekkert. Árangur þessara borana varð því mun lakari en af fyrstu þremur holunum. Ástæðurnar fyrir þessu eru margþættar og engan veginn augljósar en benda má á nokkur atriði. Berglög eru þétt og yfirleitt illa vatns- geng á þessum slóðum. Vatnsrásir eru einkum tengdar fáum lóðréttum berg- göngum, sem erfitt er að hitta á miklu dýpi. Verulegir erfiðleikar urðu við borun flestra holanna vegna hrun- gjarnra jarðlaga og reynsluleysis við borun í berg af því tagi, sem er á Mið- Norðurlandi. Staðsetningar holanna voru ekki eins vel undirbúnar með for- rannsóknum eins og æskilegt hefði verið vegna mikils framkvæmdahraða við borunina, einkum framan af. Þegar boruð hefur verið hola á jarð- hitasvæði til þess að afla heits vatns, er mikilvægt að gera sem bestar athuganir og mælingar á holunni til þess að afla allra fáanlegra upplýsinga um eðli jarð- hitakerfisins, sem holan er boruð í. Fyrsta skrefið í þessum efnum er að greina það svarf sem kemur upp úr hol- unni við borun og reyna að fá hugmynd um jarðfræðilega uppbyggingu jarð- lagastaflans. I holunni eru gerðar ýmsar mælingar og er þar mikilvægasti þátt- urinn mæling hitastigs og staðsetning vatnsæða og tengsl þeirra við einstök jarðlög. Einnig er mikilvægt að kanna rennslis- og þrýstingsbreytingar svo og tengsl við aðrar holur og laugar á yfir- borði. Samkvæmt greiningu berglaga í bor- holum á Taugalandi og Ytri-Tjörnum eru efstu 300—500 metrarnir í jarð- lagastaflanum úr svonefndum ólivin- þóleiíthraunlögum. Slík lög renna yfir- leitt sem þunn en frauðkennd hellu- hraun og millilög eru þunn. Hraunlög af þessari gerð eru mjög lek í fyrstu en þau ummyndast og holufyllast fyrr en aðrar gerðir basalts og við ummyndun- ina verða þau mjög þétt. Þessi hluti staflans er því væntanlega þéttur og lekt lítil. Engar verulegar æðar eru í borhol- um á þessu dýptarbili. Neðan við hellu- hraunin taka við þóleiít-basaltlög. Þau eru þykkari, renna oft sem apalhraun og er karginn næst yfirborðí þeirra þykkari 328
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.