Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 186
önnur stór æð. Heildarrennsli úr hol-
unni var í fyrstu 90—100 sekúndulítrar
og þrýstingur á vatninu töluverður, eða
um 14 loftþyngdir þegar lokað var fyrir
holuna. Varð þess vegna að hætta við
dýpri borun, þar sem erfiðlega gekk að
beisla vatnsflóðið. Síðan voru boraðar
tvær holur til viðbótar með Jötni á sömu
slóðum. Gaf önnur holan ágætan ár-
angur en hin var þurr. Eftir þennan
góða árangur þótti sjálfsagt að reyna að
ná meira vatni af jarðhitasvæðinu í
Eyjafirði. Var forrannsóknum og bor-
unum haldið áfram og ein hola boruð í
viðbót með Jötni á Laugalandi veturinn
1976—1977. Næsta vetur voru síðan
boraðar þrjár holur með Dofra (Gufu-
bor) næststærsta bor landsmanna og í
október 1977 hófst borun með minni
borum, Narfa og Glaumi, og má segja
að borað hafi verið nær óslitið síðan.
Alls hafa verið boraðar 15 djúpar
holur fyrir Hitaveitu Akureyrar. Flestar
holurnar eru um eða yfir 1500 m djúpar
en nokkrar eru þó ekki nema um 1000 m
og verða þær dýpkaðar ef ástæða þykir
til. Við Laugaland eru 7 holur, við
Ytri-Tjarnir eru 4 og síðan eru 4 ein-
stakar rannsóknaholur á nálægum jarð-
hitastöðum, þ. e. við Reykhús, Grísará,
Klauf og Grýtu. Þessar holur eru mjög
misjafnar. Sumar gefa um 40 sekúndu-
lítra af heitu vatni með dælingu, en
aðrar lítið sem ekkert. Árangur þessara
borana varð því mun lakari en af fyrstu
þremur holunum. Ástæðurnar fyrir
þessu eru margþættar og engan veginn
augljósar en benda má á nokkur atriði.
Berglög eru þétt og yfirleitt illa vatns-
geng á þessum slóðum. Vatnsrásir eru
einkum tengdar fáum lóðréttum berg-
göngum, sem erfitt er að hitta á miklu
dýpi. Verulegir erfiðleikar urðu við
borun flestra holanna vegna hrun-
gjarnra jarðlaga og reynsluleysis við
borun í berg af því tagi, sem er á Mið-
Norðurlandi. Staðsetningar holanna
voru ekki eins vel undirbúnar með for-
rannsóknum eins og æskilegt hefði verið
vegna mikils framkvæmdahraða við
borunina, einkum framan af.
Þegar boruð hefur verið hola á jarð-
hitasvæði til þess að afla heits vatns, er
mikilvægt að gera sem bestar athuganir
og mælingar á holunni til þess að afla
allra fáanlegra upplýsinga um eðli jarð-
hitakerfisins, sem holan er boruð í.
Fyrsta skrefið í þessum efnum er að
greina það svarf sem kemur upp úr hol-
unni við borun og reyna að fá hugmynd
um jarðfræðilega uppbyggingu jarð-
lagastaflans. I holunni eru gerðar ýmsar
mælingar og er þar mikilvægasti þátt-
urinn mæling hitastigs og staðsetning
vatnsæða og tengsl þeirra við einstök
jarðlög. Einnig er mikilvægt að kanna
rennslis- og þrýstingsbreytingar svo og
tengsl við aðrar holur og laugar á yfir-
borði.
Samkvæmt greiningu berglaga í bor-
holum á Taugalandi og Ytri-Tjörnum
eru efstu 300—500 metrarnir í jarð-
lagastaflanum úr svonefndum ólivin-
þóleiíthraunlögum. Slík lög renna yfir-
leitt sem þunn en frauðkennd hellu-
hraun og millilög eru þunn. Hraunlög
af þessari gerð eru mjög lek í fyrstu en
þau ummyndast og holufyllast fyrr en
aðrar gerðir basalts og við ummyndun-
ina verða þau mjög þétt. Þessi hluti
staflans er því væntanlega þéttur og lekt
lítil. Engar verulegar æðar eru í borhol-
um á þessu dýptarbili. Neðan við hellu-
hraunin taka við þóleiít-basaltlög. Þau
eru þykkari, renna oft sem apalhraun og
er karginn næst yfirborðí þeirra þykkari
328