Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 187
og grófgerðari heldur en á helluhraun-
unum. Þessi kargalög ásamt göngum og
sprungum eru því líklegar aðstreymis-
rásir heits vatns ofan frá hálendinu í átt
til sjávar.
Þegar litið er á jarðlagastaflann í
heild vex ummyndun og þar meþ þétt-
leiki bergsins með dýpi. A móti vaxandi
ummyndun og minnkandi lekt með
dýpi kemur vaxandi hiti niður á við.
Seigja vatns minnkar um það bil þrefalt
við hitastigshækkun úr 20°C í 100°C og
auðveldar jaað rennsli með vaxandi
dýpi.
Berggangar skera jarðlagastaflann frá
yfirborði og niður á nokkurra kílómetra
dýpi. Lárétt rennsli eftir lóðréttum
göngum, eða sprungum meðfram göng-
um, er einnig sennilegt á sama hátt og
eftir láréttum lögum. Hversu mikinn
þátt gangarnir eiga í aðstreymi heita
vatnsins djúpt í jörðu og hversu mikið
rennur eftir lögum eða lagmótum, er
ógerlegt að segja til um. Hvorugt nægir
eitt sér til að skýra aðstreymi heits vatns
alla leið innan frá jöklum út til Eyja-
fjarðar.
Þrýstingur í fyrstu holunum, sem
boraðar voru við Laugaland og Grísará
var hár. I fyrstu holunni mældist hann
t. d. um 14 loftþyngdir eftir að fyrsta
æðin kom í holuna, en það svarar til 140
m vatnssúlu. Þessi mikli þrýstingur
hlýtur að vera afleiðing hæðarmunar í
aðstreymisrás heita vatnsins, er kemur
úr suðri frá hálendinu. Hæðarmunur á
botni Eyjafjarðardals og hálendisins er
um 1000 m. Til þess að slíkur þrýstingur
geti myndast er nauðsynlegt að vatnið
renni eftir meira eða minna lokaðri rás,
þ. e. að ofan á rennslisleiðinni séu þétt
jarðlög, sem vatnið geti a'ðeins treglega
leitað upp í gegnum. Ætla má, að þéttu
helluhraunslögin (ólivín-þóleiítlögin) í
efstu 300—500 metrunum geti virkað
sem lok á rennslisrásina, a. m. k. innan
sjálfs jarðhitasvæðisins og næst sunnan
við það.
Ótruflaður hitastigull á Mið-Norður-
landi og þar með í grennd við jarðhita-
svæðið í Eyjafirði er um 60°C/km.
Hitastig vatnsins úr borholunum er
hæst um 96°C. Þetta hitastig ætti að
vera ríkjandí á 1600 m dýpi ef mið er
tekið af hitastiglinum. Efnafræðilegu
hitamælarnir benda ekki til verulega
hærra liitastigs á djúpvatninu. Þessar
athuganir benda þvi til þess að heita
vatnið fái varma sinn úr berginu neðan
við 1600 m dýpi og að meginrennsli
heita grunnvatnsins sé á þessu dýpi og
þar fyrir neðan. Hitamælingar úr
dýpstu holunni við Laugaland svo og
öðrum holum, sýna vatnsæðar með
hitastig á bilinu 75—100°C allt niður á
2400 m, en þar fyrir neðan vex hitastigið
nokkuð jafnt upp í tæpar 105°C á 2800
m dýpi. Þetta bendir til þess að jarð-
hitakerfið geti legið á bilinu frá neðri
mörkum helluhraunslaganna og niður á
2400 m dýpi og Jrar fari fram blöndun
vatns, en neðar taki við þéttara berg. Þetta
er í ágætu samræmi við að meginrennsli
eða miðja leiðarans sé um eða neðan
1600 m dýpis ef gert er ráð fyrir ein-
hverri lóðréttri blöndun vatns innan
vatnskerfisins t. d. meðfram göngum. Á
4. mynd má sjá hitaferla úr dýpstu bor-
holunni við Laugaland. Þrír ferlar eru
sýndir á myndinni, mældir þegar holan
var orðin 1100 m, 2550 m og 2840 m
djúp. Snöggar breytingar á hitastigi
koma fram, þar sem æðar eru í holunni
og má glöggt sjá að efsta æðin, sem
reyndar er mjög lítil, er á 330 m dýpi en
sú neðsta á um 2400 metrum.
329