Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 192
gengið hafði verið úr skugga um
vinnslueiginleika svæðisins, og ákveðið
var að reisa stöðina samhliða því sem
borað var eftir gufu.
í raun var ekki gert ráð fyrir að tíma
þyrfti til djúprannsókna á borholum, til
að meta vinnslugetu og vinnslueigin-
leika svæðisins. Fóru þær rannsóknir því
ekki fram fyrr en svokallaðar vinnslu-
holur voru boraðar löngu eftir alla
ákvörðunartöku og hönnun. Þegar nið-
urstöður djúprannsókna sýndu 1976—
1977 að vinnslueiginleikar svæðisins
voru öðruvísi en gert hafði verið ráð
fyrir í hönnun virkjunarinnar, var málið
orðið of pólitískt fyrir skynsamlega um-
ræðu.
Jarðhitarannsóknir í Kröflu hafa eftir
þetta ekki aðeins beinst að joví að fá
vitneskju um jarðhitakerfið, heldur
einkum að því að finna á svæðinu gufu
með eiginleikum sem henta fyrir þá
virkjun sem reist var. Rétt eftir að
virkjunarframkvæmdir hófust á
Kröflusvæði fór að bera á kvikuhrær-
ingum. Skjálftavirkni á svæðinu jókst
verulega um mitt ár 1975, og í desember
1975 gaus norðan Leirhnjúks. Umbrot-
in hafa staðið óslitið síðan með eldgos-
um af og til, og hefur kvikuvirknin haft
efnafræðileg áhrif á jarðhitakerfið í
Kröflu.
Jarðhitarannsóknir í Kröflu hafa á
margan hátt verið óvanalegar. Jarð-
hitakerfið sem slíkt reyndist flóknara en
annars staðar hefur sést í heiminum,
áhrif kvikugasa á kerfið var fyrir hendi á
meðan rannsóknin var gerð, og rann-
sóknir hafa farið fram í mjög pólitísku
andrúmslofti.
YFIRBORÐSRANNSÓKNIR
Svo sem annars staðar er að vikið í
þessu hefti eru rannsóknir á yfirborði
fyrsta stig jarðhitarannsókna. Er þá
athuguð jarðfræði svæðisins, efnafræði
vatns og gufu í laugum og hverum og
jarðeðlisfræðilegar mælingar af ýmsu
tagi gerðar. Þessum rannsóknaraðferð-
um er ætlað að meta hugsanlega stærð
og gerð svæðis, væntanlegt hitastig og
staðsetja fyrstu borholur. Þessum rann-
sóknum þarf ekki nauðsynlega að ljúka
þegar boranir hefjast, heldur geta bor-
anir kallað á viðbótarrannsóknir.
Jarðfrœði
Krafla er megineldstöð og gengur
sprungusveimur gegnum eldstöðina
miðja. í gosbeltinu á NA-landi eru fimm
1. mynd. Sprungusveimar og megineld-
stöðvar í gosbeltinu á norðausturlandi. Kort
eftir Kristján Sæmundsson. — Fissureswarms
and central volcanoes within the neovolcanic zone in
northeast Iceland. Maþþed by Kristján Sœmunds-
334