Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 199
það hversu mikið magn af vökva væri
tekið upp úr svæðinu. Þegar umbrot og
kvikuvirkni byrjuðu á svæðinu 1975
urðu þyngdarbreytingar á svæðinu mun
meiri vegna rennslis kviku og hæðar-
breytinga en jtær sem verða af völdum
vatnstöku. Urðu þyngdarmælingar þá
góð aðferð til þess að kortleggja kviku-
rennsli, og jafnvel til þess að ákvarða á
fljótlegan hátt hæðarbreytingar lands.
Alltíðar þyngdarmælingar hafa því
verið gerðar á Kröflusvæðinu á sl. fimm
árum. Liggur nú fyrir allgott þyngdar-
kort af svæðinu og er það sýnt á 8.
mynd. Það sem einkum kemur fram á
þessu korti er annars vegar að tilvist
öskjunnar sem fannst með jarðfræði-
kortlagningu er staðfest, en hins vegar
tvískipting öskjunnar unt NV-SA línu,
sem liggur nánast um Leirhnjúk og
Grænagil. Svo sem áður getur kemur
þessi stefna einnig fram í segulsviði og
viðnámsmælingum og að nokkru leyti
einnig í sjálfspennumælingum. Á það
hefur verið bent að meint uppstreymis-
svæði á Kröflusvæði eru þar sem þessi
NV-SA lína skerst af NS sprungum eða
sprungusveimum á svæðinu. Það er því
ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að þar
sem tvær sprungustefnur skerast sé
veikleikinn mestur í jarðskorpunni, og
þar eigi jarðhitinn því greiðasta leið til
yfirborðs. NS sprungur um Leirhnjúk
eru nú helstu uppstreymissvæði kviku
og NS sprunga um Víti var virk í Mý-
vatnseldum á átjándu öld. Sprungur í
suðurhlíðum Kröflu með NV-SA stefnu
hreyfðust í umbrotahrinum veturinn
1975—1976. Þyngdarmælingar hafa
þannig — á sama hátt og flestar yfir-
borðsathuganir — hjálpað til við að fá
fram almenna mynd af jarðhitasvæð-
inu.
Jarðsveiflu- og
jarðskjálftamœlingar
Snemma á rannsóknartímabilinu
(1972—1973) voru gerðar allnokkrar
jarðsveiflumælingar á Kröflusvæðinu.
Túlkun [x;irra gagna reyndist svo flókin
að ekki var unnið til hlítar úr gögnun-
um. Árið 1975 var komið upp neti af
jarðskjálftamælum á svæðinu, og var þá
hægt að nota jarðskjálfta til þess að
kanna gerð jarðskorpunnar á þessu
svæði. Helstu niðurstöður þeirra athug-
ana eru að kortlagðar voru kvikuþrær í
Kröfluöskjunni, og virðast þrærnar
liggja undir mestöllu því jarðhitasvæði
(Páll Einarsson 1978), sem afmarkað
hefur verið með yfirborðsrannsóknum.
Kvikuþrærnar ná frá 3 km dýpi niður á
7 km. Á 9. mynd er sýnd útbreiðsla
kvikuþrónna. Kvikan hefur haft efna-
fræðileg áhrif á jarðhitakerfið. Þessara
áhrifa gætir mest á uppstreymissvæðum
við Leirhnjúk og Hveragil — Viti. Hins
vegar benda jarðefnafræðilegar athug-
anir til (sjá bls. 337) að áhrifanna gæti
litið austast i suðurhliðunt Kröflu.
Mynd 10 sýnir einfaldaða mynd af
rennslisleiðum jarðhitavökva og kviku-
gasa í sniði V-A á Kröflusvæði. Stað-
setning sniðs er sýnd á 4. mynd. Eins og
myndin ber með sér eru áhrif kvikunnar
óveruleg i austanverðum suðurhlíðum
Kröflu jafnvel þó jarðskjálftamælingar
bendi til að tota einnar kvikuþróarinnar
nái svo langt til austurs.
Yfirborðsrannsóknir hafa afmarkað
allstórt svæði, sem er talið vænlegt til
borunar, en þegar kemur að nákvæm-
um staðsetningum á borholum, virðist
sem það séu helst jarðefnafræðilegar al-
huganir, sem gefa vitneskju um það
hvar sé vænlegast að bora innan þessa
tiltölulega stóra svæðis.
341