Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 201
DJÚPRANNSÓKNIR
Svo sem annars staðar hefur verið
minnst á í þessu hefti er sá þáttur jarð-
hitarannsókna sem tekur til borana og
rannsókna á borholum nefndur djúp-
rannsóknir. Taka þessar rannsóknir til
gerðar þeirra jarðlaga sem borað er í,
hitastigs í jarðhitakerfinu og hvaða eig-
inleika jarðhitavökvinn hefur og hvern-
ig hann hegðar sér í jarðhitakerfinu. Til
þess að heilleg mynd fáist af gerð jarð-
hitakerfis þurfa að vera fyrir hendi
nokkrar holur, þar sem eiginleikar hol-
anna og kerfisins í heild eru kannaðar.
Eftir slíkar athuganir er hægt að meta
atriði eins og vinnslueiginleika og
vinnslugetu jarðhitasvæðis.
Þær óvanalegu og óæskilegu aðstæð-
ur voru við rannsókn Kröflusvæðis, að
sérstakur djúprannsóknaþáttur var ekki
gerður, heldur var farið í vinnsluboranir
strax eftir að rannsóknaborunum lauk.
Djúprannsókn var því gerð á svokölluð-
um vinnsluholum. Þetta fyrirkomulag
varð til þess að vitneskja og skilningur á
uppbyggingu jarðhitakerfisins lá ekki
fyrir fyrr en boraðar höfðu verið niu
borholur, sem ætlaðar voru sem
vinnsluholur.
Á árinu 1974 voru boraðar tvær 1138
og 1204 m djúpar rannsóknarholur á
Kröflusvæðinu. I annarri þeirra mæld-
ist 300°C hiti í botni, og var þá taliö
líklegt að hitastig svæðisins fylgdi suðu-
marksferli. Á árunum 1975 og 1976 voru
boraðar níu holur til viðbótar. Árið
1978 var tólfta holan boruð á svæðinu.
Mynd 11 sýnir innbyrðis afstöðu bor-
hola á Kröflusvæði. Rökstuddar hug-
myndir um gerð og vinnslueiginleika
svæðisins byggðar á rannsóknarniður-
stöðum úr borholum, lágu fyrir í byrjun
árs 1977. Fram að 1980 var aðeins ein
11. mynd. Borholur i Kröflu, afstöðumynd.
— Location of the wells and cross seclion in the
Krafla geothermal field.
hola á Kröflusvæði boruö eftir að eigin-
legar djúprannsóknir höfðu farið fram
og nokkur þekking lá fyrir um vinnslu-
eiginleika svæðisins. Borun einnar holu í
suðurhlíðum Kröflu sumarið 1980 gaf
hins vegar mjög góða raun. Frá rann-
sóknarlegu sjónarmiði má segja að hol-
um i Kröflu hafi verið þjappað óþarf-
lega mikið saman á lítið svæði innan
jarðhitasvæðisins. Á það ber þó að líta
að holurnar voru staðsettar sem
vinnsluholur fyrir virkjun sem var í
byggingu.
Margvislegum rannsóknaraðferðum
hefur verið beitt við djúprannsókn
Kröflusvæðisins. Bæði voru notaðar að-
ferðir sem reynsla og hefð var komin á,
en einnig voru reyndar ýmsar nýjar að-
ferðir. Auk þess reyndust eiginleikar
svæðisins þannig að endurskoða þurfti
ýmsar forsendur við annars hefðbundn-
ar rannsóknaraðferðir á jarðhita. Hið
síðast talda á t. d. við útreikninga á
343