Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 207
kemur fram þrýstingsaukning í efra
kerfi eins og 19. mynd sýnir.
Þrýstingsbreytinguna á 19. mynd má
nota til að ákvarða leiðni í efra kerfi, og
gefa þær athuganir leiðnina 20 m2/dag
sem er sambærilegt við þau gildi sem
fengist hafa með leiðnimælingum í ein-
stökum holum. Þetta er dæmi um það
að hægt er að nota áhrif frá kvikuvirkni
til þess að fá fram vitneskju um gerð,
eiginleika og streymisleiðir í jarðhita-
kerfinu við Kröflu.
Varmamagnsmœlingar
Mælingar á varmamagni í þeim
vökva sem kemur úr borholum sýnir að
holur sem hafa innstreymi úr neðra kerfi
gefa mjög hátt varmamagn, eða með
öðrum orðum að hlutur gufu er 0.5— 1.0
af heildarrennsli. Ein hola, sem hefur
innstreymi eingöngu úr neðra kerfinu
(KG-12) þróaðist út í að verða þurr-
gufuhola. Slík hegðun borhola er af-
leiðing þess að kerfið er i suðu. í tveggja
fasa jarðhitakerfi á gufan auðveldara
með að ferðast heldur en vatn, svo við
rennsli úr holurn kemur að því að allt
vatn er gufað upp i nágrenni holunnar
og inn í holuna streymir hrein gufa.
Efnasamsetning borholuvökva
Mælingar á efnasamsetningu bor-
holuvökva sýndu snemma að ekki var
samræmi milli varmamagns borholu-
vökva og efnahitamæla. Mynd 20 sýnir
samband milli kísilhita og „entalpíu-
hita“ þ. e. a. s. þess hitastigs á vatni, sem
mundi framleiða það gufuhlutfall sem
mælt er við holutopp. Gott samræmi er
á þessu í holum sem taka eingöngu vatn
úr efra kerfi, en fyrir þær holur sem taka
vökva úr neðra kerfi er ekki samræmi.
Þar sem framreiknaður kísilhiti gerir ráð
Te
20. mynd. Samband milli kísilhita og
„entalpíuhita", en entalpíuhiti er það hita-
stig á vatni sem mundi framleiða við suðu
það guíuhlutfall sem mælt er við holutopp.
— Correlation between silica temperature and
,,enthalpy lemperalure“, which is the specific tem-
perature of water which would produce by boiling
the sleam fraction observed at well head.
fyrir að vökvinn sé upphaflega i vatns-
fasa er eðlilegt að þarna komi fram
misræmi. Þessar niðurstöður styrkja þá
ályktun að neðra kerfið sé tveggja fasa
kerfi. Aðrar niðurstöður efnafræðilegar
sem studdu tilgátuna um tvö kerfi var
magn af gasi í gufunni sem kom úr hol-
unum. I þeim holum, sem fá vökva úr
neðra kerfinu er gasstyrkurinn 10—100
sinnum hærri en í þeim holum sem ein-
göngu taka inn vatn úr efra kerfi.
Vinnsluferlar borhola
Til þess að kanna afl í einstökum
borholum eru mældir svokallaðir
349