Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 215
svæðinu, var ekki auðhlaupið að því að
ákvarða hvaða eiginleikar það voru sem
sérstaklega voru tengdir kvikuvirkni, og
hvaða eiginleikar voru eðlilegir eigin-
leikar jarðhitakerfisins.
Þar sem almennt samband er fyrir
hendi milli eldvirkni og jarðhita á há-
hitasvæðum landsins er hér líklega rétt-
ara að tala um skammtima og langtíma
áhrif eldvirkni á jarðhita. Með skamm-
tíma áhrifum er þá átt við áhrif sem
vara í nokkur ár, en með langtíma
áhrifum er átt við áhrif sem vara í
nokkur hundruð ár eða lengur.
Augljóst er að efnasamsetning vökv-
ans í jarðhitakerfinu hefur breyst mikið
af völdum eldvirkni. Hins vegar er ekki
vitað hve langan tíma það tekur þar til
þessi áhrif deyja út eftir að eldvirkni
linnir. Trúlegt er að það taki nokkra
tugi ára. Frá nýtingarsjónarmiði er því
ekki rétt að líta á hversu langan tíma
kvikuvirkni er á svæðinu heldur ætti að
líta á hvaða hlutar jarðhitakerfisins eru
ekki undir áhrifum frá kvikuvirkni og
stefna að nýtingu þar. Rannsóknir á
jaröhita i Kröflu hafa sýnt að hægt er að
nýta jarðhita þar sem virk eldvirkni
hefur áhrif á jarðhitakerfi. Þetta eru
einstæðar niðurstöður og ættu að notast
í samræmi við það.
Sú spurning hefur oft komið upp,
hvort eldvirkni í Kröflu hafi breytt
vinnslueiginleikum svæðisins, þannig
að eldvirkni hafi hleypt svæðinu i suðu
og valdið því að rennsli úr holum er
tiltölulega minna en á dæmigerðum
vatnssvæðum. Þó að mælingar á borhol-
um hafi ekki beinlínis verið gerðar í
þessurn tilgangi fyrr en 1976, má þó fá
fram úr eldri mæligögnum að haustið
1974 var neðra kerfið í Kröflu i suðu.
Eldsumbrot í Kröflu hafa ekki breytt
þessum eiginleikum jarðhitakerfisins.
Hins vegar hafa eldsumbrotin haft víð-
tæk efnafræðileg áhrif eins og áður hef-
ur verið greint frá. Eldsumbrotin hafa
því vissulega haft afdrifarík áhrif á
vinnslueiginleika Kröflusvæðisins, en
jjau hafa ekki skipt neinu meginmáli
þegar tillit er tekið til þess að virkjunin
var hönnuð fyrir allt aðra vinnslueigin-
leika en nokkru sinni er vitað um að hafi
verið fyrir hendi á þessu jarðhitasvæði.
ÞAKKIR
Þekking á jarðhitakerfinu við Kröflu
er árangur víðtækrar samvinnu margra
aðila. Við samningu þessarrar greinar
hef ég stuðst við birtar og óbirtar rann-
sóknarniðurstöður. Þessir aðilar hafa
lagt til efni í þessa grein: Ásgrímur
Guðmundsson, Axel Björnsson, Bene-
dikt Steingrímsson, Freyr Þórarinsson,
Gestur Gíslason, Gísli Karel Halldórs-
son, Gunnar Johnsen, Halldór Ár-
mannsson, Hjalti Franzson, Hrefna
Kristmannsdóttir, Kristján Sæmunds-
son, Ómar Sigurðsson, Ragna Karls-
dóttir, Stefán Arnórsson, Sveinbjörn
Björnsson og Trausti Hauksson. Ég
þakka þeim öllum fyrir framlag þeirra
og ánægjulegt samstarf.
HEIMILDIR
Ármannsson, Halldór, Gestur Gíslason & Trausti
Hauksson. 1980. Magmatic gases in well
fluids and the mapping of the flow pat-
tern in a geothermal systcm. Geochim. et
Cosmoch. Acta (í prentun).
Ármannsson, Halldór & Trausti Hauksson. 1980.
Krafla. Samsetning gass i gufuaugum.
Skýrsla Orkustofnunar OS80027/JHD
16.
357