Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 13
Lægð dýpkaði fyrir austan land næsta
dag og fór austur til Norður-Noregs,
en ný lægð, grunn, kom upp að SV-
landi og fór síðan hratt suðaustur til
Skandinavíu. Önnur lægð fór eins að
9. og 10. desember, en varð mun
dýpri og aðfaranótt liins 10. gerði
vestanfárviðri suðvestanlands. Mynd
1 sýnir veðurkortið eins og mér þykir
líklegast að það liafi litið út að
morgni 10. des. Þá hafði lygnt um
miðbik vesturlands, en enn var hvasst
við suðurströndina og um austanvert
landið. Lægðir komu enn að landinu
síðla dags 10. og 11. des., og fóru
sömu leið. Á rnynd 2 má sjá kortið að
morgni 11. desember. Þessa tlaga var
snjókoma og él víðast á landinu. Víða
og þá einkum suðvestanlands urðu
miklir skaðar í jressum illviðrakafla
og þá rnest af völdum sjógangs, því
að bryggjur, hjallar og skúrar sópuð-
ust í burtu og bátar brotnuðu.
13. desember var lægð yfir N.-Evr-
ópu, en hæð yfir Grænlandi. Þennan
dag má telja, að kuldarnir hafi byrj-
að fyrir alvöru. í Stykkishólmi hlán-
aði ekki fyrr en síðasta dag mánaðar-
ins. Frostið var þar yfirleitt 9—17 stig
alla dagana 13. til 30. Áttin var milli
N og A alla dagana og stundum var
hvasst.
Dagana 14. til 26. fóru allar lægðir
fyrir sunnan ísland og austur um
norðanverðar Bretlandseyjar og
Norðurlönd. Braut lægðanna lá um
800 til 1000 knr suður af landinu, og
hvessti, þegar flestar þeirra fóru hjá.
Verst var veðrið 18. og 19., en þá var
djúp lægð u. þ. b. 970 mb við Skot-
land, en yfir Grænlandi sat hæðin,
sem var um 1040 mb um þær mundir.
Flesta dagana var einhver úrkoma á
Norðurlandi og stundum einnig við
suðurströndina.
27. desember var lægð við suðaust-
urland og þokaðist hún næstu daga
hægt austur. Eftir því, sem ég hef
7