Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 16
urðu verulegir skaðar af grjótflugi.
I þessu veðri fórst jafnframt póst-
skipið „Phönix“ við Skógarnes á
Snæfellsnesi og er veðrið oft nefm
eftir skipinu og kallað Phönix-bylur.
ísing mun iiafa valdið slysinu ásamt
veðurofsanum.
Myndir 4, 5 og 6 sýna veðurkort
þessa daga.
Febrúar 1881
Fyrri hluti mánaðarins var óslit-
inn kuldakafli. Frá 1. til 10. febrúar
gengu lægðir austur fyrir sunnan
land, en hæð var yfir Grænlandi,
mikil fyrstu dagana, síðan hægt
minnkandi. Lægðirnar fóru um Bret-
landseyjar norðanverðar. Þær voru
frernur grunnar, þar til þær voru suð-
ur af íslancli, en þá dýpkuðu jrær
mjög.
Fyrstu þrjá dagana var léttskýjað
á suður- og vesturlandi, en annars
víða skýjað. 4. og 5. febrúar var víða
dálítil snjókoma. Frost var 15 til 20
stig þessa daga, nema við suður-
ströndina, en þar var heldur hlýrra.
7. febrúar dýpkaði ein lægðin sunn-
an við land og hvessti þá að mun, en
úrkoma virðist hafa verið lítil. Held-
ur lægði næsta dag.
Dálítil snjókoma var við suður-
ströndina 9. febrúar, en þann dag
dýpkaði önnur lægð sunnan við land.
Víða var hvasst næsta dag, en fljót-
lega lægði, því ný lægð kom vestan
yfir Grænland og lór austur fyrir
land hinn 11. Stutta stund hlýnaði,
en kólnaði aftur, þegar lægðin komst
austur fyrir. Víða snjóaði. II. febrú-
ar var einnig ný lægð við S-Grænland,
sem fór NA og kom að landinu dag-
inn eftir. Þá livessti og snjóaði víðast
hvar, en á suðurlandi lilánaði og
rigndi. Lægðin minnkaði ört og þok-
aðist austur fyrir land. Eins og allt-
af, þegar gekk í norðanátt þennan
vetur, féll hitinn strax niður undir
20 stiga frost.
Urn þessar mundir var vaxandi
hæð yfir Norðursjó, senr breiddist
norður og kemur síðar meir við sögu.
14. febrúar var enn lægð við Suður-
Grænland, sem fór að hafa áhrif hér-
lendis þann dag, og hlánaði þá loks
um mestallt land. Næstu daga voru
lægðir vestur af landinu og umhleyp-
ingar. Surna dagana var hvasst, eink-
um vestanlands að kvöldi 18. febrú-
ar og aðfaranótt 19., en þá fór kröpp
lægð norður skammt vestur af land-
inu. 19. febrúar var ásamt 22. hlýjasti
dagur mánaðarins. I hlákunni 19.
febrúar gerði mikið flóð úr Tjörn-
inni í Reykjavík. Lækurinn flæddi
yfir bakka sína, og varð ekki farið
um götur í nágrenni lians nema á bát-
um. Grunnar í miðbænum fylltust af
vatni.
20. febrúar var smálægð að eyðast
yfir landinu, en hæðin yfir Norður-
löndum var upp á sitt besta og
breiddist vestur á bóginn í átt til ís-
lands og Grænlands. Daginn eftir
komst lægð inn á Grænlandshaf og
eyddist þar næstu daga. Víða rigndi.
Hinn 24. var aðalhæðin aftur kom-
in á Grænland, en lægðardrag var
sunnan og austan við land. Loftþrýst-
ingur var hár til mánaðarloka. KalL
var í veðri, þó ekki alveg eins mikið
lrost og í kuldakaflanum fyrri hluta
mánaðarins. Víðast hvar var þurrt.
10