Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 18
Mars 1881
Mánuðurinn var allur umhleyp-
ingasamur og kaldur, sá kaldasti,
sem mælst hefur.
Hinn 1. mars var liæð yfir Græn-
landi, sem þokaðist SA, en lægðir voru
djúpt suður í hafi. Daginn eftir fór
lægð yfir N-Grænland til austurs. Um
tíma gerði þá vestlæga átt um norð-
anvert landið. Víðast var þurrt þessa
tvo fyrstu daga.
3. mars var hæð yfir Norðurlönd-
um og önnur yfir Labrador og Græn-
landi. Um 1500 km suður í hafi var
mjög víðáttumikil lægð, sem hreyfð-
ist lítið. Lægðardrag var yfir norð-
vestanverðu landinu. Mynd 7 sýnir
kortið að morgni hins 3. Á suðurlanöi
hlánaði 4. mars í SA-átt, annars staðar
var frostið aðeins 1—4 stig. I.íkur
benda þó til, að dagana 3. og 4. hafi
lengst af haldist N- og NA-hvassviðri
á Vestfjörðum með nokkru og síðar
töluverðu frosti. Hinn 5. var NA-
hvassviðri, snjókoma og 15 til 20 stiga
frost á norður- og vesturlandi. Mynd-
ir 8, 9 og 10 sýna veðrið þennan dag.
Eins og sjá má á mynd 9, var enn
hláka á Austfjörðum, logn og eins
stigs hiti á Djúpavogi. Þá var sunn-
anátt og 7 stiga hiti í Vestmannaeyj-
urn. Glögglega má sjá hinn mikla
hitamun á sunnan- og norðaustan-
áttinni, enda féll hitinn um nærri 20
stig í Grímsey um nóttina, þegar skil-
in fóru yfir. Á veðurstöðinni að Val-
þjófsstað var sunnanátt og 0 stiga
liiti kl. 14, en þess er sérstaklega get-
ið, að aðeins hálfri klukkustund síð-
ar hafi verið komin allhvöss austan-
átt, snjókoma og 4 stiga frost. Um
kvöldið mátti NA-áttin heita einráð
á landinu. Svipað veður hélst einnig
næsta dag. Mikil fannkoma var þessa
daga, einkum norðan- og vestanlands,
en sunnanlands rigndi mikið. Hús
fennti víða á kaf. Víða er getið um
þennan byl, sem kenndur er við góu,
12