Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 20
land, og þokaðist lægðardrag suður
yfir landið þann dag og daginn eftir.
Frá 23. mars og út mánuðinn þok-
uðust víðáttumiklar lægðir frá Ný-
fundnalandi austur um tii Bretlands-
eyja. Smálægð myndaðist á Græn-
landshafi 30., en hún var horfin dag-
inn eftir.
fsafar
Að vonum mynduðust miklir lagn-
aðarísar um allt land. T. d. lagði
mestallan Hvalfjörð. Eins og við var
að búast var óvenju mikið um frost-
reyk yfir opnum sjó.
Hafís var mikill. Hans varð fyrst
vart í desember norðanlands, en síðar
einnig austanlands. Talsvert ísrek
mun einnig liafa orðið austan að með
suðurströndinni, allt vestur undir
Reykjanes. Nokkuð var um að ísbirn-
ir gengju á land og ráfuðu þeir langt
fram um sveitir.
/ öðrum löndum
Víðar var kalt þennan vetur. í Nor-
egi er veturinn kallaður Fimbulvint-
er og á Bretlandseyjum hefur aldrei
mælst rneira frost en í janúar 1881,
þótt veturinn í heild væri þar nokk-
uð blandaður. Einnig var kalt í Norð-
ur-Ameríku. Undantekning frá þess-
um kuldum er hitastigið á Vestur-
Grænlandi, handan við Grænlands-
hæðina, en þar var óvenju hlýtt, a.
m. k. ef miðað er við árin næst á
undan.
Mill vor
Eftir þennan harða vetur kom
furðugott vor. Strax 2. dag aprílmán-
aðar hlánaði sunnan- og vestanlands,
en Grænlandshæðin hafði þá þokast
SA fyrir land.
4. apríl fór lægðardrag suður yfir
landið, og ný hæð var yfir Grænlandi.
Aftur kólnaði, en aðeins stutta stund,
því hæðin þokaöist á ný SA fyrir
land.
Suðlæg átt hélst fram um miðjan
mánuð með hláku flesta daga á öllu
landinu. Ur því fór loftþrýstingur
vaxandi, og frá 15. og fram yfir 20.
apríl var hæð í nánd við landið.
Vægt frost var flesta þessa daga á haf-
íssvæðunum við N- og A-ströndina,
en hláka á suður- og vesturlandi. Síð-
ustu daga mánaðarins og fram í maí
voru S- og SA-áttir tíðastar, og hiti var
suma dagana allgóður á suður- og
vesturlandi, en fremur svalt var enn
við N- og A-ströndina.
9. maí varð eindregin sunnanátt,
sem olli góðri liláku um allt land,
þann dag og næstu daga.
13. maí kólnaði nokkuð á ný með
norðanátt, enda fór lægðardrag SA
yfir landið. Svalt var næstu daga og
víða frost. Síðan gekk smátt og smátt
til A- og síðar SA-áttar og hlýnaði.
Til umhugsunar
Frostaveturinn mikli 1880—1881
var lengi í minnum hafður. Nú eru
flestir fyrir löngu komnir undir
græna torfu sem mundu hann. Vetur-
inn varð erfiður þjóðinni, sérstak-
lega vegna þess, að á eftir fylgdu
fleiri harðindaár, jrar á meðal misl-
inga- og kuldavorið 1882. Ég vona, að
við séum undir það búin að mæta
14