Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 31
Ingólfur Davíðsson:
Ný jurtategund
Sumarið 1975 tók að bera á allstór-
vaxinni dúnurtartegund í víðirunn-
urn við Tjörnina í Reykjavík. Var
lljótlega augljóst, að hér var um út-
Iendan slæðing að ræða, og kom okk-
ur Ingimar Óskarssyni saman um, að
réttast væri að senda eintök utan til
greiningar. Sendi ég þau til grasa-
garðsins „Botanisk Have“ í Kaup-
mannahöfn nú í sumar, og kom svai
í september s.l. frá Alfred Hansen.
Reyndist tegundin vera Epilobium
montanum, sem ég nefni runnadún-
urt á íslensku.
Runnadúnurt vex í skóglendi i
Danmörku og einnig sem slæðingur
og illgresi í görðum. Jurtin er til
í Færeyjum, og í Noregi vex hún í
þurru runnlendi og stórgrýttri jörð
allt norður til Troms.
Runnadúnurt er skyld klappadún-
urt og getur myndað bastarða með
henni. Hún hefur grannan, ekki
mjög greinóttan, oft um 40 sm liáan
stöngul og fremur breið lilöð, lítið
liærð eða snoðin. Blómið er um 1
1. mynd. Runnadúnurt (Epilobium mon-
tanum). Mikið ber á hinum löngu og
mjóu hýðisaldinum, sem eru eitt einkenni
dúnurta. Blóm sést efst til vinstri. Ljós-
mynd tekin 1 7. teptember.
Náttúrufræðingurinn, 46 (1—2), 1976
25