Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 32
2. mynd.
Runnadúnurt.
Sum aldinhýðin hafa
opnast, en þau rifna
eftir endilöngu í fjór-
ar ræmur, sem snúa
upp á sig. Loðin fræin
(sbr. nafnið dúnurt)
dreifast víða fyrir
vindi. Ljósmynd tekin
17. september.
sm á breidd, ljósiautt að lit. Jurtin
blómgast hér aðallega í júlí og
ágúst. Blómhnappar eru oddmjóir.
Runnadúnurtin hefur sennilega
slæðst hingað fyrir allmörgum árum.
Hún er útbreidd í runnabeltinu við
Tjörnina og hefur einnig numið land
í nokkrum görðum í Reykjavík.
Mjög lík runnadúnurtinni er
væludúnurt(Efnlobium ndenocanlon),
sem er upprunalega amerísk, en kom-
in til Norðurlanda fyrir alllöngu,
og hefur fyrir mörgum árum slæðst
til Reykjavíkur og breiðst Jrar út.
Vætudúnurt þrífst best í rakri jörð,
t.d. í skurðum og skurðbökkum, en
cinnig í fremur rakri garðmold.
Hún verður hærri en runnadúnurtin,
eða 40—70 sm há, og hefur kjölkennd
knappskot, líkt og lauk, niðri við
jörð. Blöðin eru langydd. Blö'5 beggja
jurtanna geta íengið rauðleitan blæ,
eins og tíðkast hjá innlendum dún-
urtum.
26