Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 33
Arnþór Garðarsson:
Hvítendur (Mergus albellus)
heimsækja ísland
í grein þsssari verður sagt frá fyrstu
hvítöndum (Mergus aibellus) sem vart
hefur orðið hér á landi. Kvenfugl þess-
arar tegundar sást veturinn 1974-75 á
Úlfljótsvatni, sumarið 1975 á Mý-
vatni, og veturinn 1975-76 aftur á Úlf-
ljótsvatni, þá í fylgd með hvítandar-
stegg. I mars-apríl 1976 sáust hvítend-
urnar báðar á Laugarvatni. Iívenfugl-
inn sást ekki eftir það, en karlfugl-
inn skilaði sér á Mývatn um vorið og
sást þar víða urn sumarið. Hvítendur
þessar héldu sig mest nteð húsöndum
(Bucephala islandica) og fylgdu þeim
eftir á ferðum þeirra innnanlands.
Líklegt er að hvítendurnar hafi kom-
ið til landsins með hvinöndum (Buce-
phala clangula), og verður rætt nokk-
uð um líklegan uppruna livinanda
þeirra, sem hér liafa vetursetu, í nið-
urlagi.
Almenn lýsing og lifriáðarhœttir
Hvítönd er minnsta tegund fiski-
anda, en af þeim eru tvær tegundir,
gulönd (Mergus merganser) og topp-
önd (Mergus serrator), varpfuglar hér
á landi. Hvítönd og norðuramerísku
tegundinni kambönd (Mergus cucull-
atus) svipar að mörgu leyti til hús-
andarættkvíslarinnar (Bucephala) og
eru yfirleitt taldar mynda þróunar-
legan millilið ættkv'slanna Mergus
og Bucephala (sjá t d. Delacour 1954-
64, johnsgard 1965). hessi millibils-
einkenni koma bæði fram í líkams-
byggingu, atferli og lifnaðarháttum.
Hvítöndin er minnsta fiskiöndin,
þyngdin er í kringum 600 g (Bauer og
Glutz von Blotzheim 1969), þ.e. álíka
og straumönd (Histrionicus histrioni-
cus). Toppönd vegur hins vegar um
og yfir 1000 g og gulöndin um 1500
og allt að 2000 g. Þar að auki er vöxt-
ur hvítandar þybbnari og nefið styttra
en á öðrum fiskiönclum, þannig að
hvítönd er líkari venjidegum öndum
í vexti en þær.
Hvítandarsteggir í fullurn skrúða
eru auðþekktir á litnum. Þeir eru að
mestu snjóhvítir, með stuttan hvítan
topp og nokkra svarta bletti og rák-
ir. Svartur blettur er í andliti frá auga
til nefs, og svört rák er aftan auga
aftur á hnakka. Á baki og bringuhlið-
um eru einnig svartar rákir, yfirgump-
ur og stél er dökkt. Fíngerðar gráar
þverrákir eru á síðum.
Kvenfuglar og ungfuglar eru einn-
ig auðkennilegir. Einkum ber mik-
ið á hvítri kverk og kinnurn sent skera
sig frá rauðbrúnum lit á ofanverðu
Náttúrufræðingurinn, 46 (1—2), 1976
27