Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 38
ur (11), auk þess sem 6 gulendur voru
á sömu vök. Hinn 9. rnars sáum við
Árni Einarsson hvítendurnar enn á
sunnanverðu Ulfljótsvatni ásamt 27
húsöndum og 4 hvinöndum. Hinn 30.
mars fannst engin hvítönd á Úlfljóts-
vatni og húsöndum hafði fækkað
nokkuð, voru nú alls unt 80 í stað
rúnrlega 100 á Soginu öllu í febrúar
og fyrst í mars.
Vegna rannsókna á húsöndum, var
reynt að fylgjast sem best með því
þegar þessar endur færu af Soginu og
öðrum sunnlenskum vötnum um vor-
ið. Hálfdán Ómar Hálfdanarson,
menntaskólakennari á Laugarvatni,
gerði mér þann greiða að fylgjast með
fjölda húsanda á Laugarvatni í mars-
apríl 1976. Fjöldi þeirra hélst nokk-
urn veginn óbreyttur frá 9. til 30.
rnars, eða um 50 alls. En að morgni
hins 30. mars, í logni og sólskini,
brá svo við að húsöndum hafði fjölg-
að um helming á Laugarvatni. Þeir
Árni Einarsson, Ólafur Nielsen og
Skarphéðinn Þórisson fóru þegar aust-
ur og töldu endurnar á Laugarvatni
síðdegis þennan sama dag. Húsönd-
unum hafði fækkað aftur og voru nú
aðeins 58 talsins. Á vök við Útey
fundu þeir livítandarstegg innan um
aðra andfugla: 36 húsendur, 1 topp-
önd, 1 gulönd og 4 álftir. Hálfdan
Ómar og áhugasamir nemendur hans
fylgdust áfram með hvítandarsteggn-
um á Laugarvatni næstu daga. Hinn
5. apríl var hvítandarkollan komin
til steggsins á Laugarvatni. Daginn
eftir, 6. apríl, skoðuðum við Árni
Einarsson hvítendurnar. Parið hélt sig
að mestu út af fyrir sig, aðallega í
ætisltit meðfram ísskör vestur al Út-
ey, en á sömu vök voru nú a.m.k. 30
húsendur, 7 hvinendtir, 7 gulendur og
2 álftir. Eftir þetta varð ekki vart við
hvítandarkolluna, en auk Laugarvatns
könnuðum við Sogið og Apavatn dag-
ana 10. og 17. apríl. Hinn 10. apríl
fundum við Ævar Petersen hvítand-
arstegginn á sömu vök. Hann var
mest stakur úti á vatninu og ekki
nreð öðrum öndum, en fjöldi þeirra
var svipaður og dagana á undan: 35
húsendur, 9 livinendur og 6 gulend-
ur. Eftir þetta sást hvítandarsteggur-
inn ekki sunnanlands og húsöndum og
hvinöndum fór óðum lækkandi og
voru húsendurnar alveg farnar af
Laugarvatni í apríllok.
Víkur nú sögunni til Mývatns. Þar
liófust athuganir aftur í janúar 1976,
en þá könnuðum við Árni Einarsson
og Erling Óafsson vakir allar á Mý-
vatni, svo og Grænavatn og mestalla
Laxá. Alls fundum við 1053 húsend-
ur á þessu svæði en engar hvinendur,
og þaðan af síður hvítendur. Það var
því með nokkurri eftirvæntingu að
við Árni Einarsson hófum talningar
við Mývatn 22. apríl 1976. Um hádeg-
isbilið 23. apríl komurn við auga á
hvítandarstegg sem var í biðilsleikj-
um ásamt húsöndum innst á Syðri-
vogunr austur af Kálfaströnd. Virtist
hann aðallega elta eina húsandar-
kollu, sem var pöruð húsandar-
stegg, og urðu af þessu nokkur átök.
Síðdegis sama dag sást hvítandar-
steggurinn aftur á llolum við norðan-
verða Mikley, og var hann enn að
eltast við paraða húsandarkollu.
í maí sáum við hvítandarstegginn
allvíða í Mývatnssveit. Var hann enn
á lausum kili og sótti mjög að hús-
andarkollum, en var jafnan hrakinn
frá þeim af húsandarsteggjunum.
32