Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 44
2. mynd. Gaffalkrabbi (Rochinia carpenteri, Thomson).
nectes superbus (Costa), stórisund-
krabbi líkist fljótt á litið venjuleg-
um sundkrabba (Macropipus holsa-
tus (Fabricius)), en er töluvert stærri.
Aðaleinkenni eru þau, að skjaldarnef-
ið (rostrum) er klofið og aftasti gadd-
urinn á hvorri hlið skjaldarins er
helmingi stærri en hinir og stendur
nánast beint út frá hliðunum. Grip-
armarnir eða tveir fremstu liðirnir
eru með gadda eftir ákveðnu mynstri
og fæturnir grennri en á venjulegum
sundkrabba (sjá 1. mynd). Stórisund-
krabbi er rauðgulur á litinn, skjald-
arlengd karldýra er um 44 mm og
breidcl um 70 mm. íslenska eintakið
er karldýr með skjaldarlengd 37 mm
og breidd 57 mm. Yfirleitt finnst
þessi tegund frá 180—280 m og niður
á 710 m dýpi, en irefur fundist allt
niður á 1455 m dýpi.
ÚtbreiðslusvœÖi: Austur-Atlants-
haf, frá Noregsströndum sunnan 65°N
allt suður til Angóla í SV-Afríku.
Einnig frá Hjaltlandseyjum til Fær-
eyja.
í Vestur-Atlantshafi frá Nýja-
Englandi að Floridasundi. Samkvæmt
þeim heimildum, er ég hef undir
höndum, ltefur þessi tegund aldrei
fundist fyrr hér við land, og er þetta
sennilega einn nyrsti fundur hennar
til þessa.
38