Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 51
blaðgrænulausu jurtum, sem ekki geta
unnið kolefni úr loftinu og verða að
nærast algerlega á moldinni eða öðr-
um vaxtarbeði, dauðum eða lifandi.
Erlendis er mikið urn það að sveppir
séu hagnýttir til matar. En jafnan er
líka varað við því að leggja eitraða
sveppi sér til munns og gerðar mynda-
töflur, oft í litum til glöggvunar. Hér
er lítið um sveppatínslu til matar, en
hér vaxa þó ýmsir vel ætir sveppir
t.d. ætisveppur, kúalubbi o.fl. Þá eru
ætisveppir ennfremur ræktaðir í gróð-
urhúsum. ] hlýjum löndum eru til
margir eitraðir sveppir, sumir ban-
eitraðir. Hér er minna um slíkt en
samt vaxa hér nokkrar tegundir eitr-
aðra sveppa og varasamra. Má þar til
nefna berserkjasvepp, trejjasveppi,
grasdrjóla o.fl. Skulu þessir þrír tekn-
ir sem dæmi, en munið að fleiri eru til.
Berserkjasveppur (Amanita mus-
caria) (4. mynd) vex hér allvíða í skóg-
lendi, en sjaldan fer að bera á hon-
um fyrr en á haustin, þá þroskast staf-
urinn og hatturinn er vex upp af
ljósum sveppaþráðum í jarðveginum.
Bersérkjasveppurinn er stór og skraut-
legur hattsveppur. Hatturinn er rauð-
ur að lit nteð hvítum dílum og er
því auðþekktur. Stafurinn sem ber
hattinn er ljós að lit með hring.
Hatturinn er oft hnöttóttur á ung-
um svepp en verður hvelfdur með
aldrinum. Eftirlíkingar berserkja-
svepps eru seldar sem jólaskraut og
munu })ví flestir þekkja liann. Lengi
var talið að berserkjasveppur yxi ekki
á íslandi en svo fann Jochum Eggerts-
son hann í kjarri á Vestfjörðum og
sendi grasafræðingum hér lil ákvörð-
unar fyrir fáum áratugum.
Sjaldan er Jxtð banvænt að neyta
4. mynd. Berserkjasveppur. Lengst t. h.
er hvitur llugusveppur.
(Illustreret svampeflora, 1970.)
berserkjasvepps, en slæmum eitrunum
veldur liann samt eða getur valdið.
Efnasamsetning berserkjasvepps er
mjög margbrotin og flókin (Muscarin
o.fl. o.fl.) og áhrifin eru líka margvís-
leg. Þau minna að sumu leyti á áhrif
af alkohóli, en ekki að öllu leyti. Menn
geta fengið æði og grunar menn að
berserkir til forna hafi neytt svepps-
ins á undan orustum til að geta geng-
ið berserksgang dálitla stund, en síð-
an fylgir magnleysi og djúpur svefn,
ef mikils er neytt. Oft fylgja ofsjónir
margvíslegar og í svefni miklir draum-
ar, en gjaldið er a.nt.k. slæmir timb-
urmenn á eftir. í sumum löndum var
sveppurinn notaður til að drepa flug-
ur og kallaður flugnasveppur. Talið
er banvænt að éta þrjá sveppi í einu.
Gegn eitrun af sveppnum eru m. a.
notuð lyf sem valda bráðri uppsölu og
niðurgangi. Víða erlendis vex skyldur
45