Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 52
baneitraður sveppur er líkist mjög
ætisvepp að titliti. Ekki hefur hann
fundist hér á landi, en allur er var-
inn góður.
í einni deild sveppa þ. e. trefja-
sveppa (inocybe) eru til eitraðar teg-
undir. Hefur a.m.k. einu sinni kom-
ið fyrir alvarleg eitrun hér á landi
af slíkum svepp, líklega Inocybe fasti-
gata, en sá er móleitur og ber odd-
hjálmlaga hatt á grönnum staf. Er eins
og rifið sé upp í rendur hattsins. Eit-
ureinkenni geta verið svimi, ógleði
og hiifuðverkur, jafnframt því að
sjón tekur að daprast. Af þessum dæm-
um má glöggt sjá að ýmsir sveppir
eru hættulegir. Etið aldrei svepp nema
pið þekkið hann og vitið að hann sé
œtur.
Þá er kontið að einum svepp mjög
sérkennilegum og ólíkum hinum, en
það er grasdrjólinn eða berserkja-
korn öðru nafní, á visíncíamáíí Clavi-
ceps purpurea. Þetta er sníkjusvepp-
ur sem lifir á blómaxi ýmissa gras-
5. mynd. Trefjahattur.
(Illustreret svampeflora, 1970.)
tegunda og sníkir sér þar næringu.
Hér á landi er grasdrjólasveppurinn
stærstur og auðkennilegastur í blóm-
axi melgrassins. Hann myndar þar
harða, svarta, oft íbogna keppi er
standa út úr öxunum er líða fer að
hausti (6. mynd). Ber mest á þessu í
rigningarsumrum. Geta keppirnir eða
drjólarnir orðið 2—4 cm á lengd og
eru auðþekktir. Gró sveppsins eru ör-
smá og geta borist víða. Þau spíra
á fræjum grasanna og vaxa sveppa-
þræðir inn í eggleg frævunnar og
eyðileggja það. Egglegið aflagast og
verður rákótt og gefur frá sér hun-
angsdögg, er sveppfrumur festast í og
berast síðan um með flugum sem
sækja í hunangið. Sjálfir svörtu kepp-
irnir eða drjólarnir cru mjög eitrað-
ir og hafa verið kunnir hér í mel-
gresi frá gamalli tíð. Hinn fjölfróði
prestur Sæmundur Hólm lýsir sveppn-
um í melgresi árið 1781 og var honum
ljóst að keppirnir væru mjög óhollir
og skyldu aldrei étast. En á þeim tíma
og lengi á eftir var melkornið hag-
nýtt til matar. Var þá hætt við eitr-
un jtegar mikið var af sveppnum.
Melskít kallar Sæmundur hann.
Hér hefur sveppur þessi valdið eitr-
un fyrir svosem tveimur áratugum.
Einkennin voru: Ógleöi, höfuðverk-
ur og sjón byrjaði að dofna. Var þá
leitað læknis. Eitrunin getur lýst sér
á margan hátt t.d. með sinateygjum
í höndum og fótum, uppköstum og
niðurgangi, roða og blöðrum á húð-
inni er seinna blánar og kólnar og
verður tilfinningalaus ef um mikla
eða langvarandi eitrun er að ræða.
Sumir fá krampa. Erlendis hefur eitr-
un af völdum þessa svepps verið ill-
ræmd öldum saman. Sveppurinn sæk-
46