Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 56
þögult vitni um, að hann hlyti að
eiga lieima þar sem ríkti helkuldi.
Hann svaraði með hægð og kvað fast
að. Og hún leyndi sér ekki á rödd
hans undrunin yfir spurningu minni
og lieldur ekki tillitssemin í svari
hans:
„Það er nú ekki eins auðvelt og þú
heldur, kunningi minn og starfsbróð-
ir, að skipta um tófurnar. Þó þú
hefðir tök a að ferðast með sama
hraða og ljósið, þá yrðir þú samt
nokkur þúsund ár að komast þang-
að, sem ég náði henni. Og það er
ákaflega ólíklegt að mikið fengist fyr-
ir belginn, þegar þú kæmir hingað
aftur.“
„Hvað ertu að segja, maður. Þú
átt þá heima á öðrum hnetti. Við
þig hef ég lengi þráð að spjalla.
Vertu þúsund sinnum velkominn
hingað. Ég Jief alltaf trúað ] >ví, síðan
ég var smástrákur, og gat stautað í
Uraníu ltans Flammaríons, að til
væru menn, nauðalíkir okkur, á öðr-
um hnöttum. Þegar ég svo hafði lesið
fyrsta Nýalinn hans Helga Péturss,
varð ég sannfærðari um það. En
segðu mér nokkuð, vinur minn: Er
óskaplegur bölvaður kuldi þar sem
þú átt heima? Mér virðast ystu föt
þín öll úttroðin af æðardúni.“ Og nú
brosti hann aftur, þessi blessaði, lang-
þráði gestur, þegar hann mælti:
„Já. Nú er orðið illa svalt á okkar
linelti, og þannig mun síðar verða Iij.i
ykkur jarðarbúum. Hjá okkur er nú
ekki lengur lífvænlegt, nema á ör-
mjóu belti, því allar lífverur þurfa
næringu. Og Jtað vitum við báðir, að
allar sólir verða svartar að lokum.“
„Jæja. Þá náum við jarðarbúar
sennilega einhvern tíma í s v o n a
fallegar tófur. Þ a ð verður gaman.
En ég má ekki sleppa af þ e s s u
tækifæri til að þreifa á henni.“
Á sama augnabliki spratt ég á fæt-
ur til að skoða tófuna, en fann um
leið, að ég rak olnbogann óþyrmi-
lega í steininn. Og — þar með var
draumurinn búinn.
Þegar ég nú harma, eftir hálfa öld,
hve hrapallega mér tókst til að eyði-
leggja þennan draum, sem gat orðið
mér svo óendanlega mikils virði, fvr-
ir eintóma glópsku og forvitni, er það
mér þó ntikil harmabót að vita, að
nú sjá stjörnufræðingar okkar svo
ntiklu lengra út í himindjúpið en þá,
og hugmyndaauðgi þeirra að sama
skapi orðin fjölbreyttari. Ég lét því
til skarar skríða að gera loks tilraun
til að seðja forvitni mína með því að
senda ]>essum stjörnufræðingi, sem
ég varð svo hrifinn af, nokkrar línui'
ásamt átta spurningum. Og það er
skemmst frá því að segja, að bréfin
urðu þrjú og spurningarnar einnig
þrisvar sinnum átta.
Ö I 1 u m þessum bréfum svaraði
Þorsteinn um hæl. Þau komu frá hon-
um eins og á færibandi, svo vinsam-
leg og fluttu mér þá kjarnafæðu, sem
ég hafði svo lengi þráð. Flið fyrsta
var skrifað 8. apríl 1973, annað 17.
maí 1974 og þriðja bréfið 1. júlí sama
ár.
Þar sem ég nú veit af reynslunni,
að engir kunna betri skil á forvitni
en fræðimenn og lesendur Náttúru-
fræðingsins, þá er það ætlun mín að
biðja ritstjóra hans um rúm fyrir
þessi svör Þorsteins, sent ég veit að
hafa svipuð áhrif á hugarfley margra,
sem hafa yndi af að sigla um himin-
djúpið, og blásandi byr hafði á for-
50