Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 59
13. sp.: Eru ekki sólir vetrarbraut-
arinnar talsvert stæðilegri eftir þvf,
sem nær dregur miðju hennar?
Svar: Stærð stjarna er ekki háð
fjarlægð frá miðju vetrarbrautarinn-
ar, þó að þróun þeirra sé nokkuð
mismunandi el’tir því iivar er í kerf-
inu.
14. sp.: Vekur ekki hin mikla vega-
lengd, sem er á milli vetrarbrauta,
grun um, að slíkur ,,garður“ þurfi að
vcra á milli granna, svo ö r u g g t sé,
að ekki dragi til illinda?
Svar: Þetta er nú heimspekileg
spurning, sem tæplega er á mínu
færi að svara. Hitt má benda á, að
vegalengdin rnilli vetrarbrauta er
hlutfallslega lítil, miðað við stærð
kerfanna, ef borið er saman við fjar-
lægðir milli einstakra stjarna í vetrar-
braut.
10. sp. Hvernig ber að skilja það,
þegar þið stjörnufræðingarnir talið
um, að alheimurinn sé takmarkaður,
bæði í tíma og rúmi, og þá fyrst og
fremst hvað átt er við með orðinu
takmarkaður?
Svar.: Ekkert verður um það full-
yrt enn sem komið er, hvort alheim-
urinn sé takmarkaður í tíma eða
rúmi. En sumar af þeim ímyndum
(model), sem menn hafa gert sér af
alheiminum og grundvallað á stærð-
fræðilegum og eðlisfræðilegum lög-
málum, hafa falið í sér þennan mögu-
leika. Takmörkun í tíma ber að skilja
þannig, að alheimurinn hafi átt sér
upphaf og muni — ef til vill — eiga
sér endi, þannig að efni og orka hætti
að vera til, og þá um leið tíminn, j)\ í
að fæstir líta nú á dögum á tímann
sent sjálfstætt hugtak, óháð efnislegri
viðmiðun. Vafasamt virðist að tala
um að tíminn líði, ef ekkei t er lil,
sem nota mætti til að marka rás hans.
Takmörkun alheimsins í rúmi, fel-
ur jrað í sér, að við getum hugsanlega
farið um allan alheiminn, þannig að
við hefðum séð og talið sérhvern
hluta lians og sérhvert rými. Sem
hliðstæðu má nefna, að ferðamaður
getur hugsanlega farið um allt yfir-
borð jarðar og skoðað hvern skika
lands og sjávar, jjannig að ekkert sé
óskoðað, án ])ess ])ó að nokkurn tíma
hafi verið komið að yztu brún eða
takmörkum. Þegar um þrívítt rúm er
að ræða, finnst mörgum erfitt að
skilja, að það geti verið takmarkað.
Þeir hugsa sem svo, að með því að
ferðast eftir beinni línu, hljóti ávallt
að vera mögulegt að fara lengra og
lengra út í geiminn, án takmarkana.
Þetta er þó allt undir því komið, að
eiginleikar „beinnar línu“ séu þeir,
senr menn gera ráð fyrir ósjálfrátt
með sjálfum sér. í takmörkuðum al-
heimi myndu jafnvel hinar beinustu
línur liggja í eins konar Iiring, að
sínum upphafspunkti, líkt og „beinar
línur“ eftir yfirborði jarðar eru raun-
verulega stórhringar, sem liggja urn-
hverfis jörðina. Það er því sarna
hvaða leið er valin í takmcirkuðum
alheimi, hún liggur aldrei út að nein-
urn endimörkum, hvað þá út fyrir
þau, því að þau fyrirfinnast ekki.
16. sp.: (Tvíþætt). Hve mörg ljósár
eru til fjærstu stjarna, sem hægt er
að greina með berum augum? Hve
mörg eru þau til fjærstu stjarna, sem
nú eru greindar í beztu sjónauk-
um?
Sx>ar: Með berum augum má
greina Andrómeduþokuna, sem er í
meira en 2 milljón ljósára fjarlægð.
53