Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 63
1. mynd. Horft norður yíir vestasta hluta Breiðamérkursands (loftljósmynd). Vottar
fyrir Kvískerjabæ (hvítur díll) við rætur hæðadraganna á efri helmingi myndar. Kviá
í forsýn. — Looking nortli across the westernmost part of the Breidamerkursandur
(aerial photograph). The Kvisker farmstead is just visible (white spot) at tlie fool of
tlie liills in the upper centre. — Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson.
að Skeiðará á Skeiðarársandi. Þetta
svæði er nær allt innan Hofshrepps, en
hér er þó ekki fylgt hreppamörkum,
því að þau eru um 5 km vestan við
Jökulsá og um 20 km vestan við
Skeiðará, ef miðað er við þjóðveginn.
Lengd þjóðvegarins frá Jökulsá að
Skeiðará er um 60 km, en sé miðað
við loftlínu þvert yfir Öræfajökul
nemur vegalengdin um 40 km.
Öræfin eru um margt mjög sérstæð-
ur landshluti, sem lengst af hefur ver-
ið einhver einangraðasta sveit á Is-
landi. Hér er um skeiftdaga fjalla- og
láglendiskraga að ræða, sem umlykur
Öræfajökul, liæsta fjall íslands (2119
m), að vestan, sunnan og austan. Þess-
um landkraga má skipta í þrjú belti,
undirfjöll jökulsins, sem víða eru
rofin af skriðjöklum og gljúfrum,
hlíðabelti og tiltölulega mjóa lág-
lendisræmu þar sem öl 1 byggðin er,
þó að undanskildum Skaftafcllsbæj-
um, sem áður voru að vísu neðar en
nú er, en bafa vegna ágangs Skeiðar-
ár verið fluttir lengra upp í brekk-
urnar. Að vestan takmarkast binn
byggilegi hluti sveitarinnar af Skeið-
arársandi, en að austan af Breiða-
merkursandi, þótt Kvísker séu raunar
við fjallsræturnar austur á sjálfum
sandinum, en venjtdega er talið að
57