Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 67
II. FUGLATAL
Himbrimi Gavia immer
Himbrimi hefur aðeins einu sinni
sézt í Öræfum svo vitað sé. Ég sá
hann á Stöðuvatninu á Kvískerjum
18. 10. 1958, en hann mun hafa haft
þar skamma viðclvöl. Þá fann ég him-
brima sjórekinn á Kvískerjafjöru 2. 2.
1956 og annan 21. 1. 1973.
Lómur Gavia slellala
Lómar verpa víða á svæðinu milli
Jökulsár og Skeiðarár þar sem skil-
yrði eru fyrir þá. Á Breiðamerkur-
sandi er lómurinn varpfugl við nærri
hverja tjörn, svo og læki sem falla
um sandinn. Þá verpur lómurinn
oft á bökkum Fjallsár og jafnvel við
jökullón. Á Fagurhólsmýri verpa
nokkur lómapör við kíla og tjarnir
á sléttlendinu þar. Má vera að þeir
verpi einnig vestar í Öræfum. Með.d
annars er mér kunnugt um, að lómar
liafi orpið við lón á jökulöldusvæði
við Skaftafellsá.
Lómarnir fara oft að koma á varp-
stöðvarnar um miðjan marz, ef ís á
tjörnum og lækjum liamlar ekki. Hér
á Kvískerjum lief ég fundið fyrstu
lómshreiðrin 14,—16. maí, en oftast
hef ég fundið lómshreiður með ný-
orpnum eggjum frá 25.—30. maí.
Hinn 28. 5. 1963 fann ég t. d. 11 lóms-
hreiður við smátjarnir austan við
Fjallsá. Voru þessi 11 hreiður með ný-
orpnum eggjum, 4 með 1 eggi og 7
með 2 eggjum. Auk þess voru á þess-
um slóðum 4—6 hreiður, sem ekki
var farið að verpa í.
Ekki hef ég séð nema eitt lómapar
á liverri tjörn eða vatni, en liins veg-
ar kemur fyrir að lómapar sé á hveri i
tjörn þótt þær séu þétt saman. Þau
lómshreiður, sem ég hef séð hér í
Öræfum, hafa ætíð verið svo nærri
vatnsborði, að botn lneiðursins hefur
oftast verið blautur. Þó kemur fyrir
að lómar hafa orpið við ár og læki
í vexti og verða hreiðrin þá oft 30—
50 cm frá vatnsborði, þegar vatns-
magnið þverr. Myndast þá jafnan
braut eftir lómana, þegar þeir skríða
að og frá hreiðri.
Oítast munu lómarnir sækja fæðu
sína til sjávar og hef ég oft séð þá
koma með smáfiska frá sjó lianda
ungum sínum. Hins vegar hef ég oft
séð lóma kafa í vötnum, sem silung-
ur er í, og taka þeir eflaust silunga
þar sem þá er að fá, enda þótt þeir
verpi oft við vötn og tjarnir, sem eng-
inn silungur er í.
Flórgoði Pocliceps auritus
Flórgoðar hafa ekki orpið í Öræf-
um svo vitað sé, en þrisvar hafa þeir
sézt þar hin siðari ár. í byrjun júní
1949 var eitl par á Stöðuvatninu á
Kvískerjum i nokkurn tíma og 16. 10.
1956 kom einn flórgoði á Stöðuvatn-
ið. I.oks sá ég einn 21. 4. 1963 á
Jökulsá.
Fýll Fulmarus glacialis
Langt er orðið síðan fýlar voru
orðnir algengir varpfuglar í Ingólfs-
liöfða, en þó hefur þeim farið fjölg-
andi þar allt fram á síðustu ár. Þar
verpa þeir nú orðið livarvetna þar
sem skilyrði eru fvrir hendi, jafnvel
á sandsköflum undir klettunum norð-
an og vestan undir höfðanum.
61