Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 68
Frá því um síðustu aldamót heiur
fýllinn jafnt og þétt verið að nema
land á nýjum varpstöðvum í Öræf-
um, en þar verpur hann nú mjög
víða milli Jökulsár og Skeiðarár.
Hér verða taldir upp allir ]>eir staðir
þar sem þeir verpa eða mjög miklar
líkur eru á að þeir verpi, þótt ekki
sé hægt að segja um j)að með fullri
vissu í öllum tilvikunr. Hrossa-
dalur í Breiðamerkurfjalli (12—14
pör 1957, 25-30 pör 1971), Ærfjall
(3 pör 1957, 15-20 pör 1970), Múla-
gljúfur (um 50 pör 1949, 150—200
pör 1970), Hellisgil, Hnúta að sunn-
an, Stóra-Lækjargljúfur, VatnafjölÍ
að vestanverðu, Staðarfjall, Eyjafjall,
Stigi og Stigárgljúfur, Salthöfði og
klettar austur af Fagurhólsmýri (þar
sá ég ]>á fyrst 1968), Ingólfshöfði,
Miðfellstangi (ofarlega við Gljúf-
ursá, sá ]>á fyrst þar 1958), klettar
austur af Holi, Slaga og Sandfell að
austan og vestan, Svínafellsfjall að
austan gegnt Virkisárjökli og hátt í
klettum sunnan í Svínafellsfjalli og
einnig í Svarthömrum vestan í fjall-
inu, Hafrafell (J>ar verpur eitthvað
af fýl), Krossgilstindur í Skaftafelli
að sunnan (1957 um 10 pör, sem virn-
ust vera þar á hreiðrum), Miðfell og
Kjós í Skaftafelli (þar liafa fýlar mik-
ið verið á flugi). Hinn 18. 7. 1972
fann ég loks eitt fýlshreiður í Kjós og
lá fuglinn á egginu. Sá staður er í
36 km fjarlægð frá sjó og enn sem
komið er verpa fýlar hvergi í meiri
fjarlægð lrá sjó í Öræfum.
Fýlsungarnir fara að ylirgefa hreið-
ur síðustu vikuna í ágúst eða jafnvel
fyrr, en síðbúnustu ungarnir yfirgefa
hreiðrin varla fyrr en um 10. septem-
ber. Mjög mikið ber oft á ]>ví, að fýls-
ungar gefist upp á flugi til sjávar og
falla J>á niður á sléttlendið og reyna
síðan að fljúga í smááföngum til
sjávar, eða komast á ár og læki, sem
bera þá til sjávar. Margir fýlsungar
verða fyrir barðinu á skúmnum á
leið sinni til sjávar, enda eru J>eir
honum auðveld bráð.
Það má heita að fýlar séu allt árið
á varpstöðunum hér í Öræfum nema
Jjegar mjög kalt er og frost, en strax
og hlýnar eru ]>eir fljótir að leita til
varpstöðvanna hvenær sem er vetrar
og án nokkurs tillits til snjóalaga. Þó
hverfa ]>eir venjulega með öllu frá
varpstöðvunum eftir að ungar hafa
yfirgefið hreiður, og síðari hluta
sept. og í okt. verður þeirra naumast
vart.
Sjósvala Oceanodroma leucorrhoa
Ég hef aldrei séð sjósvölur í Öræf-
um, en vængi af sjósvölu fann ég sjó-
rekna á Kvískerjafjöru á árunum
1945-1917. Ingólfshöfði er eini staður-
inn í Öræfum J>ar sem búast mætti við
sjósvölum, en þar sem ]>essir fuglar
eru mest á ferli seint á kvöldin og á
nóttunni er ekki að marka ]>ótt ég
hafi aldrei orðið þeirra var í Ingólfs-
höfða J>ví að ég hef aldrei dvalizt ]>ar
næturlangt. Þó hef ég leitað að varp-
holum þeirra ]>ar, en engar fundið.
Aftur á móti hefur 401111111' Guð-
mundsson bent mér á, að ]>átttakend-
ur í brezkum unglingaleiðangri
(Brathay Ex]>loration Group) liafi
merkt 44 fullorðnar sjósvölur í Ing-
ólfshöfða dagana 11.—26. ágúst 1971.
Þessir fuglar voru ýmist á flögri með-
fram brúnum bjargsins eða kúrðu í
grasi á brúnum J>ess. Þrátt fyrir J>etta
verður ekkert fært fram til sönnunar
62