Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 75
4. mynd. Loddudrangur, síðasli varpstaður arnarins í Öræfum. The Loddudrangur,
the last nesting site of the White-tailed Eagle in the Oraefi area. — Ljósm. Finnur Guð-
mundsson.
einnig lief ég séð þær á sjó. Oft hef
ég séð þær á Stöðuvatninu á Kví-
skerjum á vorin eftir ísabrot, flestar
6 saman, en eins og áður sagði, oftast
2—4. Einhvern tírna á árunum 1940—
1945 fannst gulandarhreiður í gljúfri
skammt frá Kvískerjum, en endranær
veit ég ekki til að gulendur hafi orp-
ið hér. Þó liel' ég grun um, að þær
verpi einstaka sinnum í Morsárdal
í Skaftafelli, því að þar hef ég séð
gulendur í júní. Hinn 18. 6. 1961 sá
ég gulandarkollu, sem flaug inn í
Kjós í Skaftafelli og virtist svo sem
hún væri á leið á hreiður.
1 júlí 1954 fundust tveir dauðir
kvenfuglar í Morsárdal en þá stóð
Skeiðarárhlaup yfir. Má telja öruggt,
að þeir hafi drepizt af koltvísýringi,
sem stafaði frá hlaupinu. Koltví-
sýringur liefur sennilega safnazt fyrir
í lægð þar sem Morsá féll út í Skeið-
ará, en í hlaupinú bar Skeiðará liærra
þar sem hún skall á Skaftafellsheiði.
Þá fundurn við einnig dauðan lóm
og rjúpu á sama stað, sem líklega
hafa drepizt af sömu orsökum. Þar
var einnig kjói sem var að dauða
kominn. Kom hann syndandi á land
af Skeiðará og tókurn við hann og
69