Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 90
verpur. Varpstaðurinn er grasi gróinn
og meðal nokkurra blómplantna ber
þar sérstaklega mikið á þúfustein-
brjót. Svipað svartbakavarp var á
Breiðamerkurjökli við Jökulsá á ára-
bilinu 1920-1960. Var jökulurðin
þakin grasi og fleiri blómplöntum
þótt malarlagið væri ekki nema 10—
20 cm á þykkt. Eftir því sem Jökulsár-
lón stækkaði brotnaði meira og meira
framan af jöklinum og vorið 1960
voru aðeins þrír grasivaxnir ísjakar
el'tir, sent voru 30—50 m í þvermál.
Auk grastegunda bar mikið á þúfu-
steinbrjót og helluhnoðra á þessum
jökum. Það ár urpu 32 pör af svart-
bökum á þessum þi'emur jökum.
A Breiðamerkurstandi var svart-
baksungi mjiig mikið tekinn fram til
ársins 1940, en síðan hafa eggin verið
mikið tekin. í Ingólfshöfða hefur
svartbaksungi verið tekinn og nytjað-
ur.
Það er mjög misjafnt, hvenær
svartbakurinn fer að verpa á vorin.
Stundum fer Itann að verpa um miðj-
an apríþ en oftast ekki fyrr en rétt
fyrir apríllok eða jafnvel ekki fyrr en
10. maí.
Svartbakar eru við sjóinn allan vet-
urinn en Jró fáir í nóv., des. og jan.,
en í febr. og marz, Jregar loðnan kem-
ur upp að ströndinni, fjölgar þeim
oft mjög mikið.
Sílamáfur Larus fuscus
Á árunum 1930—1940 sáust oft
nokkrir sflamáfar í Öræfum, en eftir
1940 hefur Jaeim farið fjölgandi, eink-
um hin síðustu ár. Sækja Jreir oft mik-
ið á tún á vorin, mest í Svínafelli og
Sandfelli, og eru þá vafalaust að gæða
sér á fiðrildalirfum, sem oft er rnikið
af. Að Kvískerjum koma sílamáfarn-
ir oftast um miðjan apríl og eru oft-
ast alkomnir um sumarmál. Einu
sinni hef ég séð sílamáf snemma í
apríl en Jjað var 3. 4. 1965 að ég sá
tvo sílamáfa við Jökulsá.
Hinn 31. 5. 1937 fann Páll bróðir
minn fyrsta sílamáfshreiðrið, sem
fundizt hefur í Öræfum. Það var við
Gljúfursá upp af Fagurhólsmýri og
voru Jjrjú nýorpin egg í hreiðrinu.
Annað hreiður fann ég svo 14. 6.
1944 í jökulöldum við Hrútárjökul
á Kvískerjum. Hinn 25. 5. 1950 fann
ég sílamáfsvarp á Esjufjallarönd á
Breiðamerkurjökli, rétt norðvestan
við Jökulsárlón. Þar voru um 20—30
hjón og fann ég tvö hreiður með einu
eggi og eitt hreiður með Jnemur eggj-
um og voru öll eggin nýorpin. Auk
Jjess fann ég Jrar tvö tóm hreiður.
Voru hreiðrin á Jrunnu malarlagi á
jöklinum, sem var mjög ósléttur og
hólóttur og reyndist erfitt að finna
hreiðrin. Síðan hefur svipaður fjöldi
sílamáfa orpið á þessu svæði. I Ing-
ólfshöfða sá ég 20—30 sílamáfshjón 3.
6. 1956 og fann ég J)ar nokkur hreið-
ur með mikið stropuðum eggjum.
Héldu sílamáfarnir sig Jrar út af fyrir
sig og á grýttara landi en svartbak-
arnir. Fram til ársins 1966 mun svip-
aður fjöldi sílamáfa hafa orpið í Ing-
ólfshöfða, en eftir Jjað aðeins eitt eða
tvö pör. Á öðrum stöðum í Öræfum
liafa sílamáfar lítið orpið. I Vatna-
fjöllum við Kvíárjökul, rétt við svart-
bakavarpið, fann ég 14 sílamáfshreið-
ur 2. 6. 1966. Voru sílamáfarnir Jiá
ekki lullorpnir nema þrír. Síðan hafa
Jreir ekki orpið á Jæssu svæði. Hinn
6. 6. 1967 sá ég tvö sílamáfshjón á
84