Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 92
um. Þeir eru yfirleitt meira á flugi
yfir sjónum en hvítmáfar.
Hettumáfur Larus ridibundus
Vorið 1940 sá ég fyrsta hettumáf-
inn í Öræfum, en hann var einn dag
á túninu á Kvískerjum. Annan sá ég
þar 1. 10. 1944. Sumarið 1951 sá ég
10—12 hettumáfa á Fagurhólsmýri.
Voru það ungir fuglar, sem aðeins
höfðu stutta viðdvöl. Hinn 3. 6. 1959
kom hettumáfur á túnið á Kvískerj-
um. Eftir 1960 hafa hettumáfar sézt
öðru hvoru í Öræfum og hafa það
oftast verið ungir fuglar. Ekki hafa
hettumáfar orpið í Öræfum enn sem
komið er.
Rita Rissa tridactyla
Mikið af ritu sést oft á flugi yfir
sjó frá Jökulsá að Ingólfshöfða, eink-
um síðari hluta vetrar og á vorin, en
fátt er um þær á öðrum tímum árs,
nema í Ingólfshöfða, en þar verpa
þær á þeim stöðum þar sem þær geta
tyllt hreiðrum sínum og þar sem lang-
vía og fýll eru ekki fyrir. Ritan verp-
ur þó aðeins í klettum sem vita að
sjó. Sumar rilur verpa mjög snemrna
í Ingólfshöfða, m. a. sá ég þar nokkra
viku gantla unga 24. 5. 1957 og í einu
hreiðrinu var rituungi, sem mér virt-
ist vera nærri hálfvaxinn og töluvert
fiðraður og var hann með dökkar rák-
ir á vængjum.
Kría Sterna paradisaea
Krían er flest ár algengur varpfugl
á vissum stöðum í Öræfum. Hún kem-
ur oftast að Kvískerjum um 10. maí,
en fyrstu kríurnar koma stundum
fyrr við Jökulsá (3. 5. 1950, 7. 5. 1951
og 1.5. 1966). Kríurnar leita fljótt á
varpstöðvarnar eftir að jjær konta, en
þær eru ekki nærri alltaf á sömu stöð-
um ár eltir ár, heldur færa sig mikið
til öðru hvoru, sérstaklega ef kríu-
byggðin er ekki stór. Nokkrar slíkar
kríubyggðir lrafa verið á svæðinu frá
Jökulsá að Svínafelli á undanförnum
árum. Stórt kríuvarp var við Jökulsá
á árunum 1960—1969 og náði ]>að há-
marki sumarið 1967, en þá urpu þær
þar jjúsundum saman, en fækkaði
mjög 1969 og 1970 og liurfu þar síðan
með öllu. Annað stórt kríuvarp var
á Fagurhólsmýri. Árið 1967 voru þar
um 200—300 hjón, en þeim fór mjög
að fjölga á árunum 1968—1970 og
1972 voru kríuhjónin þar orðin nokk-
ur þúsund. Árið 1975 voru kríurnar
að mestu horfnar frá Fagurhóls-
mýri. Sum árin bar töluvert á árs-
gömlum kríum í kríuvarpinu við
Jökulsá og á Fagurhólsmýri og komu
þessar ársgömlu kríur í júní og voru
þar fram í júlí. Venjulega eru kríurn-
ar horfnar af fjörunum snemma í
sept, en einstaka sinnum hef ég séð
kríur fram yfir miðjan sept. Síðustu
kríur hef ég séð 26. 10. 1963. Voru
]tær 13 í ætisleit yfir Jökulsá. Það
voru allt ungar frá sumrinu nema 2,
s: m voru fullorðnar.
Álka Alca torda
Álkan er nokkuð algengur varp-
fugl í Ingólfshöfða. Verpur hún yfir-
leitt ofar í berginu en langvíurnar og
helzt í klettagjótum og glufum.
Haftyrðill Alle alle
Á veturna hal'a stundum fundizt
leilar af sjóreknum liaftyrðlum á Kví-
86