Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 93
13. mynd. Fuglabjarg í Ingóllshöfða. — Bird cliff at the Ingólfshöfdi. — Ljósm. Finnur
Guðmundsson.
skerjafjöru. Alloft liafa haftyrðlar
fundizt upp undir fjöllum á Kvískerj-
um (4—5 km frá sjó) og hafa jteir þá
hrakizt undan veðri upp á land og
drepizt.
Langvía Uria aalge
Langvía er mjög algengur varpfugl
í Ingólfshöfða. Hafa oft fengizt jtar
2000—3000 egg á ári, og virðist lang-
víum heldur hafa fjölgað í Ingólfs-
liöfða síðustu árin. Sum ár tekur ntik-
ið af langvíu að setjast upp í björg í
Ingólfshöfða um miðjan febrúar eða
jafnvel seint í janúar, en Jtað virðist
lara mikið eftir veðurfari hversu mik-
ið ber á jteim jtar á veturna. Alloft
verður vart við olíuataðar langvíur
á fjörum frá Jökulsá að Ingólfshöfða
og oft finnast olíuataðar langvíur
dauðar á Jtessu svæði.
Stuttnefja Uria lomvia
Stuttnefju hef ég aðeins séð tvisvar
í bjargi í Ingólfshöfða, 3.6. 1956 og 30.
5. 1966, og aðeins einn fugl í hvort
skipti. 1>Ó er ekki útilokað að örfáar
stuttnefjur verpi í lngólfshöfða, en
einn staður í höfðanum er nefndur
Stuttnefjusig, og gæti Jtað bent til
Jtess, að Jtar liafi veiðst stuttnefja
fyrr á árum. Hinn 3. 4. 1967 náði ég
olíuataðri stuttnefju á fjörunni við
Kvíá, en aðeins tvisvar hef ég fundið
dauðar, sjóreknar stuttnefjur. Þess
má að lokum geta, að 24. 8. 1975 sá
87