Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 95
Svínafelli, og seint í júlí það ár fannst
þar landsvöluhreiður með fjórum
eggjum. Hinn 23. júlí kom ég að
hreiðrinu og sá þá aðeins annan fugl-
inn við lireiðrið. Reyndust eggin
vera ófrjó og tók ég þau skömmu
seinna, svo og hreiðrið, en |jað var
límt utan á sperru í þaki á votheys-
gryfju. Eru eggin og hreiðrið varð-
veitt í Náttúrufræðistofnun ísiands.
Hinn 2. 7. 1967 fannst landsvölu-
hreiður í útihúsum í Svínafelli. Voru
í hreiðrinu fimm egg. Seinna uni
sumarið sáust 7 landsvölur þar og
hafa þær Jjví h'klega komið upp ung-
um sínum. Upplýsingar um þenna
hreiðurfund lét Ragnar Jónsson,
Vestmannaeyjum, mér í té, en hann
dvaldist jiað sumar í Svínafelli.
Hrafn Corvus corax
Hrafninn er algengur varpfugl í
Öræfum og verpa þar árlega 15—20
pör. Hefur þeim greinilega farið fjölg-
andi hin síðari ár. A haustin og fram-
an af vetri her rnikið á J)ví, að þeir
safnist saman við sláturhúsið í Öræf-
um.
Músarrindill Troglodytes troglodytes
Það eru töluverð áraskipti að því,
hve mikið verður vart við músar-
rindla í Öræfum, en mest er um þá í
Skaftafelli og Svínalelli, en minna á
öðrurn stöðum í Öræfum. Á veturna
sjást ])eir þó oft við alla bæi í sveit-
inni. Eins og áður sagði er mikið um
músarrindla í Skaftafelli, enda eru
14. mynd. Músarrindill á leið til hreiðurs með æti í nefi. Svínafell 16. 6. 1975. —
Wren carrying food lo nest. — Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson.
89