Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 100
ofan við húsin. Líkur eru á því, að
þessi svartþrastahjón hafi átt hreiður
þarna í nánd. Vorið 1975 sá ég svart-
þröst (karlf.) í Svínafelli. Urn miðjan
júní 1975 dvöldust Hjálmar R. Bárð-
arson og Grétar Eiríksson við mynda-
tökur af músarrindlum í Svínafelli.
Hinn 13. s. m. sá Grétar svartþröst
(kvenl.) bera dritpoka í nefinu úr
skógarhlíðinni ofan við hæinn. Getur
því vart verið um annað að ræða en
þessi svartþrastahjón hafi átt þar
hreiður með ungum. Sjálfur sá ég
karlfugl 14. júní efst í túninu í Svína-
felli, og var liann að safna æti í nefið.
Ekki tókst mér þó að finna hreiður
þessara svartþrasta þrátt fyrir tölu-
verða leit.
Steindepill Oenanlhe oenanthe
Steindeplar eru algengir varpfugl-
ar í grýttum fjallahlíðum í Öræfum.
Mest er af þeirn neðst í fjallahlíðum
en síður hátt til fjalla. Oft verpa
steindeplar í veggjum útihúsa og í
gömlum húsatóftum, hlöðnum úr
grjóti. Venjulega fara fyrstu stein-
deplarnir að koma 24.-28. 4., en mest
kemur þó af þeim í Öræfin um miðj-
an maí, en það gætu þá alveg eins
verið steindeplar á Ieið til Grænlands.
Þúfutittlingur Anthus pralensis
Þúfutittlingar eru algengir varp-
fuglar í Öræfum. Koma þeir fyrstu í
Öræfin venjulega um 20. 4., en mest
kemur af þeim I.—10. 5. og eru þeir
oft í hópum fram að miðjum maí, en
þá fara þeir að dreifa sér. Um rniðj-
an ágúst fara þúfutittlingarnir aftur
að safnast saman í hópa og halda sig
þá niest í grónu landi á láglendi. Þeir
eru að mestu horfnir seint í ágúst,
þótt slæðingur sé af þeim fram eftir
september. Einn og einn fugl sézt ])ó
fram í október.
Maríuerla Motacilla alba
Maríuerlur eru algengir varpfuglar
í Öræfum. Þær velja sér varpstað í
útihúsum, gömlum húsatóftum eða
undir brúm og einnig i hlöðnum veg-
ræsum. Einnig kemur fyrir, að þær
verpi í klettum í nánd við bæi. Fyrstu
maríuerlurnar koma venjulega um
sumarmál, þótt þær komi stundum
upp úr miðjum apríl. Flestai koma
þó I,—10. maí. Upp úr mánaðamót-
um júlí—ágúst fer maríuerlum fjölg-
andi í Öræfum og er olt margr af
þeim fram að miðjum ágúst, eu þá fer
þeirn venjulega að fækka. Oftast sj.ist
þó nokkrar fram eftir september og
einstaka fram í október.
Stari Sturnus vulgaris
Starar hafa verið algengir flækings-
fuglar í Öræfum undanfarin 20—30
ár. Oftast koma flestir þeirra á liaust-
in og sum ár dveljast þeir þar vetrar-
langt. Mjög sjaldan hafa þeir sézt að
sumarlagi og aðeins í tvö skipti Itafa
þeir oi])ið þar með vissu. I júní 1950
sá ég einn stara á Fagurhólsmýri.
Höfðu starahjón haldið sig þar um
vorið og sáust þau oft koma heim
að bæjunum til að ná sér í hænsna-
fjaðrir í hreiður. Hreiður þeirra
fannst svo 18. ö. það ár. í því voru 4
nærri fleygir ungar. Var hreiðrið í
holu upp undir brún í 20 m háum
klettum. Stararnir hurfu svo skömmu
eftir að ungarnir urðu íleygir. Seint
í júní 1951 sá ég starahjón í Salthöfða
á Fagurhólsmýri. Þar var hreiður
þeirra í holu lrátt uppi í klettum og
94