Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 111
Arnþór Garðarsson:
Skýrsla um
Hið ísl. náttúrufræðifélag 1975
Félagsmenn
í árslok 1975 var tala skráðra félaga
sem hér segir: lieiðursfélagar 2, kjörfélag-
ar 2, ævifélagar 60, ársfélagar 1449, árs-
félagar og áskrifendur erlendis 49. Fél-
agar eru því alls 1562, en auk þess kaupa
66 félög og stofnanir Náttúrufræðinginn.
Á árinu létust 17 félagar og úrsagnir
urðii 18. í félagið gengu 86 nýir félags-
menn.
Stjórn og aðrir starfsmenn
Stjórn félagsins: Arnþór Garðarsson,
Ph. D., formaður, Kristján Sæmundsson,
dr. rer. nat., varaformaður, Tómas Helga-
son ritari, Ingólfur Einarsson, verslunar-
maður, gjaldkeri og Sólmundur Einars-
son, cand. real., meðstjórnandi.
Varamenn i stjórn: Einar B. Pálsson,
dipl. ing., og Olafur B. Guðmundsson,
lyfjafræðingur.
Endurskoðendur: Eiríkur Einarsson,
verslunarmaður, og Magnús Sveinsson,
kennari. Varaendurskoðandi: Gestur Guð-
finnsson, blaðamaður.
Ritstjóri Náttúrufrceðingsins: Sigfús A.
Schopka, dr. rer. nat.
Afgreiðslumaður Náttúrufraðingsins:
Stefán Stefánsson, hóksali, Stórholti 12,
Reykjavík.
Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafsson-
ar: Guðmundur Eggertsson, Ph. D., Berg-
þór Jóhannsson, cand. real., og Ingólfur
Davíðsson, mag. scient. — Til vara: Ingi-
mar Óskarsson, náttúrufræðingur, og
Sigurður Pétursson, dr. pliil.
Aðalfundur
Aðalfundur Hins ísl. náttúrufræðifélags
fyrir árið 1975 var haldinn í stofu 201
i Árnagarði laugardaginn 21. febrúar
1976. Fundinn sóttu 18 félagsmenn. Fund-
arstjóri var kjörinn Ágúst H. Bjarna-
son og fundarritari Hákon Aðalsteins-
son.
Formaður flutti skýrslu um störf félags-
ins á árinu. Ennfremur gerði formaður
grein fyrir fjölda félagsmanna, og funda-
sókn á árunum 1950—1975. Fjölgun fél-
agsmanna var að meðaltali 52 á ári og var
nokkurn veginn stöðug frá ári til árs.
Fjöldi á fræðslufundum jókst með fél-
agafjölgun fram til 1964 (hámark 1200
á ári), en hefur síðan farið jafnt og þétt
niður á við, og er nú svipaður því sem
var árið 1955, um 500 á ári þrátt fyrir
þrefalda félagatölu. Ástæður fyrir þessari
jtróun eru eflaust margar [j. á m. tilkoma
sjónvarps, ýmissa sérfélaga á sviði nátt-
úrufræði og kennslu í náttúruvísindum
við Háskóla íslands. Hin mikla fjölgun
félagsmanna samhliða minnkandi funda-
sókn bendir lil jress að vaxtarbroddurinn
í félaginu sé i'ttkoma Náttúrufræðingsins.
Taldi formaður vafasamt að halda áfram
uppi almennum fræðslufundum í núver-
andi lormi og væri athugandi að taka
upp í stað jteirra eins konar námsflokka
með fyrirlestrum og skoðunarferðum.
hessu næst las gjaldkeri upp reikninga
félagsins og reikninga Minningarsjóðs
um Stefán skólameistara Stefánsson. Berg-
|)ór Jóhannsson, gjaldkeri Minningar-
Náttúrufræðingurinn, 46 (1-2), I97B
105