Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 15
4. mynd. Skógarblaka Myotis keeni fannst hér ifyrsta og eina skiptið 1981. Dýrið var af deilitegundinni septentri- onalis, sem finnst í austanverðri Norður-Ameríku. Greining leðurblaka er nokkuð vandasöm og mörg einkenni notuð, m.a. gerð tannanna og lögun húðsepans í eyranu. — The Northern Long-eared Bat Myotis keeni was found in Iceland on the first and only occasion in 1981. The specimen be- longs to the subspecies septentrionalis which is found in the eastern part of North-America. Teikning/drawing Jón B. Hlíðberg. sér dýr. í kjölfarið hafa margar tegundir numið land á nýjum slóðum, oft á kostnað dýra sem voru þar fyrir. Island hefur ekki farið varhluta af slíkum landnemum og er minkur Mustela vison eitt kunnasta dæmið. Hagamús Apodemus sylvaticus, og jafnvel húsamús Mus musculus, eru taldar hafa borist til landsins með landnámsmönnum. Brúnrotta Rattus norvegicus kom með kaupförum á 18. öld og svartrotta Rattus rattus slæðist hingað endrum og sinnum með skipum, þótt hún hafi ekki náð fótfestu (Bjarni Sæmundsson 1932, Ami Einarsson 1980a). Finnur Guðmundsson getur þess í fyrri greinum sínum um leðurblökur (1943, 1944, 1957) að þær hafi líklega komið hingað með skipum eða flugvélum. Hann vildi þó ekki útiloka að þær gætu borist með loftstraumum. Þá skoðun var hann greinilega farinn að aðhyllast meir í síð- ustu greininni, frá 1957. Þegar ritgerð þeirra Koopmans og Finns (1966) var í undirbúningi athugaði Jónas Jakobsson (1964) veðurlag dagana á undan hrímblökukomunum 1943, 1957 og 1964. Jónas komst að þeirri niðurstöðu, sem hann birti síðar (Jónas Jakobsson 1967), að mjög sterkar líkur væm fyrir því að öll dýrin hefðu komið af eigin rammleik. Þessi túlkun á sérlega vel við hrímblöku, sem er dugmikið flugdýr, fardýr hið mesta og út- breidd allt norður til Nova Scotia (Banfield 1974). Öðru máli gegnir um ljósfælu. Þótt hún finnist allt norður til Labrador og Ný- fundnalands heldur hún sig á svipuðum slóðum árið um kring (Banfield 1974). Koopman og Finnur (1966) töldu líklegast að dýrið frá 1944 hefði borist með skipi, ekki síst af því að það fannst í Reykjavík. Þetta getur vel staðist, því skipaferðir voru tíðar frá St. John’s á Nýfundnalandi til Reykjavíkur meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð. Árið 1981 kom glögglega í ljós að leðurblökur berast með skipum. Þá fundust sex dýr um borð í m.s. ísnesi í Reykja- víkurhöfn 24. ágúst, en skipið hafði komið frá Bandaríkjunum 21. ágúst. Dýrin voru dauð í lestinni en hafa vafalítið borist lifandi lil landsins, enda aðeins rétt byrjuð að rotna. Niðurstaðan er sú að leðurblökur koma hingað líklega bæði fljúgandi og með hjálp manna. Leðurblökur leita í lestir skipa á sama hátt og í hella eða önnur skúmaskot og berast þannig milli landa. Ekki eru miklar líkur á því að leðurblökur komi með flugvélum. Síðustu fimm áratugi hafa leðurblökur sést á u.þ.b. fimm ára fresti. Þær eru senni- 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.