Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 19
Veðurhorfur Á NÆSTU ÖLD VE Ð U RFA RS B RE YTIN G AR OG GRÓÐURHÚSAÁHRIF TRÁUSTI JÓNSSON OG TÓMÁS JOHÁNNESSON Styrkur gróðurhúsalofttegunda fer vax- andi í andrúmsloftinu ogsvo mun verða nœstu áratugina. Flestir vísindamenn telja að við þetta muni hlýna á jörðinni en óvíst er hve mikið og hve hratt. Niðurstöður flestra nýlegra reikninga benda til að hlýnun á N-AÚantshafi og þar með á Islandi verði minni en annars staðar á sömu breiddargráðum. ugsanleg hlýnun vegna vaxandi Hgróðurhúsaáhrifa í lofthjúpi jarðar hefúr verið talsvert í _______ fréttum á siðustu árum. Ovenju- leg hlýindi áranna 1987-1991 urðu oft fréttamatur, ekki síst vegna þurrka sem voru þeim samfara í Bandaríkjunum, og voru hlýindin og þurrkamir stundum talin merki um vaxandi gróðurhúsaáhrif. Árin 1992 og 1993 voru hins vegar heldur kaldari en árin á undan og hefur það verið nefnt til marks um það að lítið vit sé í Trausti Jónsson (f. 1951) lauk Cand.mag.-prófi frá Háskólanum í Bcrgen 1975 og Cand.real.-prófi frá sama skóla 1978. Hann hclur síðan starfað á Veður- stofu íslands, fyrstu árin á spádeild, frá 1985 á veðurfarsdeild og er nú forstöðumaður úrvinnslu- og rannsóknasviðs. Tómas Jóhannesson (f. 1957) lauk Cand.mag.-prófi í jarðeðlisfræði frá Háskólanum í Osló 1982 og doktorsprófi í jöklafræði frá University of Washing- ton 1992. Tómas hcfur starfað hjá Orkustofnun frá 1987. Náttúrufræðingurinn 64 (1), bls. 13-29, 1994. kenningum um vaxandi gróðurhúsaáhrif. í þeirri umíjöllun sem hér fer á eftir leggjum við höfuðáherslu á tvö atriði: Annars vegar hina miklu óvissu sem ríkir um niðurstöður rannsókna á gróðurhúsaáhrifum, sérstak- lega í sambandi við spár um hlýnun á til- teknum stöðum eða svæðum á jörðinni. Þessi óvissa gerir það að verkum að vísindamenn eru iðulega ekki sammála um það hvernig túlka beri niðurstöður líkan- reikninga og veðurathugana. Hitt atriðið eru „náttúrulegar“ breytingar á veðurfari en þær leiða til þess að erfítt getur reynst að benda á óyggjandi merki þess að lofts- lag hafi hlýnað fyrr en hlýnunin er orðin til muna meiri en óreglulegar hitabreytingar hafa mælst. Saman valda þessi atriði því hvað fréttir af afleiðingum vaxandi gróður- húsaáhrifa eru oft ruglingslegar. Rannsóknir á gróðurhúsaáhrifum hafa aukist mikið á seinni árum eftir að í Ijós kom að vaxandi gróðurhúsaáhrif í and- rúmslofti jarðar kynnu að valda meiri breytingum á veðurfari en orðið hafa í ár- þúsundir og að mikil röskun á lífríki og mannlegu samfélagi gæti fylgt í kjölfarið. Alþjóða veðurfræðistofnunin (WMO) og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) stofnuðu árið 1988 starfshóp eða ráð vísindamanna sem vera á stjómvöldum til ráðuneytis um veðurfarsbreytingar. Starfshópur þessi, sem nefndur er IPCC (á ensku „Intergovernmental Panel on Cli- mate Change“), hefur staðið fyrir mjög umfangsmiklu samstarfi vísindamanna frá 13

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.