Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 46
fundinn enn einn liðurinn í þeim marg- slitna jökulurðarhrygg sem legið hefur um sléttlendið þvert frá Fljótshverfi til Mýr- dals. Svo aftur sé vikið að ömefnum, þá er þessi hóll svo áberandi sérstæður í lands- laginu að furðu gegnir að hann skuli ekki bera nafn og vekur það grun um að það kunni að hafa glatast í aldanna rás. Þórir Kjartansson í Vík gerði mér þann greiða að líta yfír skrá föður síns og afa yfír ömefni í Hjörleifshöfða, en fann ekkert sem átt gæti við þennan stað. Eftir hlaupið 1721 var Höfðinn í eyði í heil 32 ár, en þá hóf þar búskap Þorvarður Steinsson en bjó þar aðeins til 1755. Hann var úr Alftaveri. Vel má hugsast að á þessum langa eyðitíma hafí ömefni fallið í gleymsku þótt ekki verði um það fullyrt. ■ HEIMILDIR Bjöm Magnússon 1973. Vestur Skaftfellingar 1703-1966. 4. bindi. Jón Jónsson 1977. Jökulgarðar í Vestur-Skafta- fellssýslu. Týli 7. 37-40. Kjartan L. Magnússon 1969. Bæjarstæðin þrjú í Hjörleifshöfða. Goðasteinn. Landmælingadeild Herforingjaráðsins 1905. Kort 69, Hjörleifshöfði 1:50.000, Reykjavík og Kaupmannahöfn. Markús Loftsson 1880. Rit um jarðelda á ís- landi. Einar Þórðarson Reykjavík, 140 bls. PÓSTFANG HÖFUNDAR Jón Jónsson Smáraflöt 42 210 GARÐABÆR

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.