Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 76

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 76
3. mynd. Þyngdarhlutfall mismunandi fœðuflokka grálúðu eftir svceðum. Tölurnar fyrir ofan súlurnar sýna fjölda maga með fæðu á hverju svœði. - Weight composition of food- groups of Greenland halibut in dijferent areas. The numbers above the bars show the number of stomachs with food in each area. en á A-svæði fundust m.a. kolmunni (Micromesistius poutassou) og skrápflúra (Hippoglossoides platessoides). Hlutfall stóra kampalampa var mest á NV-, N- og NA-svæði en þessi tegund fannst aðeins i einum maga frá V-svæði. Isrækja var í mestu magni á N-svæði en hlutfall hennar var einnig talsvert á NV-svæði. Isrækja fannst ekki í mögum grálúðu á V-svæði. Breyting A fæðu með aukinni STÆRÐ Greinileg breyting varð á fæðusam- setningunni með aukinni stærð grálúðu (4. mynd). í grálúðu að 20 cm voru krabbadýr yfírgnæfandi hluti fæðunnar en í 20-29 cm grálúðu var loðna í langmestu magni. Hlutfall loðnu fór síðan smám saman minnkandi og hún fannst ekki í mögum grálúðu stærri en 90 cm. Hlutfall krabba- dýra hélst svipað í lengdarflokkum frá 20 til 80 cm en ísrækja og stóri kampalampi voru þar langalgengustu tegundir. Krabba- dýr voru mjög lítill hluti fæðu grálúðu stærri en 80 cm en mjórar og aðrir fiskar voru þar yfirgnæfandi. Hlutfall mjóra fór ört vaxandi í mögum 50-99 cm grálúðu og hlutur annarra fiska fór stigvaxandi frá 30 cm. Fæðumagn EFTIR árstíma og SVÆÐUM Skoðað var meðalmagn fæðu og hlutfall maga með fæðu, á mismunandi svæðum og árstíma. Á 5. mynd má sjá niðurstöður fyr- ir 50-59 cm grálúðu. Þó svo að niðurstöður hafí ekki verið nákvæmlega eins fyrir aðra lengdarflokka var tilhneigingin sú sama (Jón Sólmundsson 1993). Meðalmagn fæðu reyndist vera meira á svæðunum fyrir norðvestan, norðan og austan land á sumar- og haustmánuðum en á V-svæði á vorin. Hlutfall maga með fæðu fylgdi sveiflum í fæðumagni nokkuð vel og hlutfallslega fleiri grálúður reyndust vera í æti á sumrin og fram á haust. Grá- lúða virðist því éta meira á svæðunum fyrir norðan og austan land á sumrin og haustin en á hrygningarslóðum fyrir vestan land á vorin. 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.