Samvinnan - 01.10.1969, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.10.1969, Qupperneq 17
Mústafa Kemal undir œvilokin með kjördóttur sinni, Ulkii. á þingi að brezkri fyrirmynd. En það fór einsog hjá Krústsjov í rússnesku „hlákunni" 1956, að gagnrýnin flæddi yfir alla bakka. Skrifstofur dagblaða voru grýttar. Skamm- byssum var veifað í þingsölunum. Um gerv- allt landið varð hin niðurbælda reiði almúg- ans yfir skattheimtu, dýrtíð, afskiptasömum embættismönnum, vöruskorti, ríkiseinkasöl- um að mótmælaöldu sem enginn fékk stemmt stigu við. Skipaeigendur, banka- stjórar, ríkisstarfsmenn, bændur og umfram allt trúræknir Múhameðstrúarmenn — allir höfðu gnægð umkvörtunarefna, og sú nýj- ung að mega viðra þau reyndist of freist- andi. f kjölfar verkfalla og uppþota kom önnur uppreisn Kúrda. í námunda við Smýrnu kom fram förumunkur (dervisji) og lýsti því yfir að hann væri Mahdí (Messías) með sérstöku umboði til að upp- ræta hið guðlausa lýðveldi. Stjórnarandstaðan var úr sögunni, að minnstakosti um sinn. Kemal Atatúrk sendi Fethí burt og herafla til að sigrast á Kúrd- um, en lét hengja 28 áhangendur Mahdís. Hugmyndin var þó ekki úr sögunni fyrir fullt og allt. Tyrklandi var hlíft við að þró- ast í einræðisríki með einum stjórnmála- flokki. Þegar frá leið var stjórnarandstöðu leyft að starfa. Við hliðina á Þjóðarflokki Ataturks reis upp Lýðræðisflokkurinn, og í stjórnartíð Ismets, arftaka Atatúrks, varð sá flokkur svo öflugur, að hann vann hrein- an meirihluta í frjálsum þingkosningum 1950 og aftur 1954. Þetta hefði án efa glatt Atatúrk, sem jafnan hélt því fram, að ein- ræði hans væri einungis millibilsástand. Fullþroska ríki urðu lýðræðisríki — Tyrk- land yrði að ná fullum þroska. Atburðirnir 1960—61, þegar Menderes féll, fjöldi manns var fangelsaður og dreginn fyrir rétt, spillt- ir stjórnmálamenn líflátnir og herforingja- stjórn komið á, leiddu í Ijós að Tyrkland er enn fjarri því marki. Atatúrk lifði það að sjá nokkra af draum- um sínum rætast og vera dáður af löndum sínum, þráttfyrir allt. Hann rak þá hlífðar- laust áfram allt til enda, með háum skött- um og ríkisáætlunum sem voru nálega eins harðneskjulegar og hjá nágranna hans, Stalín. Hann hlífði sjálfum sér ekki heldur, og árið 1938, nokkrum vikum eftir Mún- chenar-sáttmálann, gaf hann upp öndina 57 ára gamall, úttaugaður af óhófslifnaði, með- an veröldin bjó sig undir annan mikinn hildarleik. Að hve rniklu leyti hafði honum lánazt ætlunarverk sitt? Að sjálfsögðu gat hann ekki á rúmum áratug gert Tyrkland að einu af stórveldum heimsins Margar áætlanir hans runnu útí sandinn eða töfðust veru- lega — vegna skorts á tæknifróðum mönn- um, vegna vatnseklu (sem er stöðugt vanda- mál í Anatólíu) eða vegna þess að ekki tókst að vinna nægilegt magn af kolunum, sem nóg var af í jörðinni. Tyrkland varð ekki efnahagslegt stórveldi, og framförun- um þar varð ekki jafnað til framfara í ríkj- um einsog Bretlandi, Þýzkalandi, Bandaríkj ■ unum eða Sovétríkjunum. En miklar efna- hagsframfarir áttu sér eigi að síður stað, og umfram allt var komið á pólitískri ró á svæði sem er frægt fyrir baktjaldamakk, ólgu, ófrið og óáran. Tyrkland varð tiltölu- lega róleg höfn í hafróti Miðausturlanda. En árangurinn á trúmálasviðinu var vafa- samur. Þegar Menderes forsætisráðherra sneri aftur heim til Tyrklands 1959, eftir að hann hafði naumlega sloppið lifandi úr flugslysi á leiðinni frá Lundúnum, var 15.000 skepnum fórnað á götunum í Mikla- garði í þakkarskyni og 600 skepnum í An- kara. Menderes var hylltur sem mikill trú- arleiðtogi, sem Allah hefði bjargað með eigin hendi. í Tyrklandi nútímans eru reist- ar fleiri moskur en skólar. Vel má hugsa sér fyrirlitningu Atatúrks á slíkri þróun. Hve Tyrklandi hefur vegnað vel á síðustu áratugum, er ekki sízt að þakka varkárri og slunginni utanríkisstefnu Atatúrks og arftaka hans. Hann fyrirleit einræðisherr- ana í Evrópu og átti enga samleið með þeim. Hann hafði barizt við ítali sem fjandmenn og Þjóðverja sem bandamenn, og honum geðjaðist illa að útlendingum. Hann hafði líka barizt við Breta og Frakka, en á fjórða áratugnum virtist honum og Ismet mest á því að græða að eiga góð samskipti við Breta, sem þá höfðu lært að virða hið nýia Tyrkland. Árið 1939, mánuði eftir stríðs- byrjun og ári eftir lát Atatúrks, gerðu Tyrk- ir því varnarsamning við Breta. Endaþótt ófarir Bandamanna 1940 gerðu Tyrki nokk- uð tvíátta, var hið gamla vantraust Atatúrks á útlendingum svo ríkt í eftirmönnum hans að þeir fengu haldið Tyrklandi utanvið styrjöldina, þó mjög væri að þeim lagt af hálfu beggja stríðsaðilja. Eftir heimsstyrjöldina gerðu Rússar harða hríð að Tyrkjum til að ná af þeim löndum, en þeir voru orðnir sér meðvitandi um mik- ilvægi sitt í heiminum og álitlegan hernað- armátt sinn, og létu ekki undan. Síðar gengu þeir í hin vestrænu hernaðarbandalög NATO og CENTO til að tryggja sig gegn útþenslu Rússa. 4 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.