Samvinnan - 01.10.1969, Síða 34

Samvinnan - 01.10.1969, Síða 34
Atli Már: ÖGURSTUNDIR Allt deyr, nema þrúgandi návist hafsins, eilíf og ein. í þögn auðra stunda þreytt, gömul, við tefjum. Fjarri eru bros blárra augna; haustljóð í dröngum, hregg í ögri, en hlátur barnanna horfinn úr dægranna stefjum. Aldrei meir: gneistflug járnaðra hófa við götunnar stein. Á gestlausum tröðum grær yfir spor. Ei vænta framar vegir þeirra er síðastir fóru svifléttum sporum með sólstaf í augum; — síðastir allra suður heiðar í vor. Oddur Björnsson: Svíta fyrir kontrabassa, skógarþröst og viola d’amore Þegar íslenzkur draumur rætist Introduzione Dís Magnússen (17 ára) lýkur upp augun- um: hún er formlega vöknuS. Hún teygir úr líkamanum og gefur frá sér hljóS. Þetta hljóS er mjög fáum gefiS, en þó einna helzt konum á hennar aldri sem hafa yndi af tónlist. Yfir- leitt sefur hún samt frameftir á morgnana. ÞaS gerir húSina mýkri og Ijær augunum meiri dýpt meS vott af þreytu sem er í ætt viS lífs- leiSa, einfaldlega vegna þess aS þaS er svo- lítiS þreytandi aS sofa mikiS. Þessi þreyta eSa lífsleiSi kemur raunar fram sem yndis- þokki þegar hún blandast þeim sálhrifum — sem stundum brýzt beinlínis fram sem músik- ölsk hugsun — er speglast í augnsjáaldrinu. Þetta er í ætt viS órímaS IjóS, helzt kínverskt. Einnig er hér um aS ræSa eftirstöSvar af áhrifum af tónlist Vivaldis frá deginum áSur auk annarra áhrifa sem hún hefur orSiS fyrir, einkum þó eftilvill í svefni. Hún sefur meS græna augnskugga, því hún hefur um annaS aS hugsa en þvo sér og mála sig kvölds og morgna. Yfirleitt hlustar hún á tónlist Vivaldis óþvegin og ógreidd og meira aS segja hálf- ber, enda hefur þaS komiS fyrir aS hún hafi fengiS lungnabólgu af því aS hlusta á Árs- tíSirnar fjórar, einkum Veturinn. En þaS er sem betur fer ekki algengt. Hún lyftir öSrum handleggnum yfir höfuSiS sem snýr í prófll og lætur hann hvíla á mjúk- um svæflinum. Hinn handleggurinn hvílir á sænginni sem fyllt er breiSfirzkum æSardún. Framundan henni — eSa ölluheldur aftur- undan — gægist grannur fótur, lítiSeitt óhreinn en þokkaríkur engu aS síSur; og neglurnar á tánum, sem eru fimm, eru sumarhverjar meS rauSu lakki sem fer einkar vel viS hvítt (eSa því sem næst) lakiS. Hún er svo hræSilega löt, og þaS er alveg dásamleg tilfinning. Hún gefur aftur frá sér þetta hljóS, því hún er örlát í eSli sínu. Hún lætur grænleit augun, sem geta orSiS mjög dökk ef hún kemst í geSshræringu, hvarfla um herbergiS: þaS er allt á rúi og stúi, föt og hlutir, og þaS er svo yndislegt. Hún hatar röS og reglu. Hún elskar afturámóti lífiS einsog þaS kemur fyrir. Þetta merkir ekki aS hún sé bjartsýn, þvert á móti: þunglyndi er henni í blóS boriS, þunglyndi — og ást. Þó má ekki gera of mikiS úr orSinu „þunglyndi" í þessu sambandi, eftilvill er þetta fremur næmleiki fyrir tilvist hins tragíska í lífinu sem hefur þó Ijúfan keim ef maSur gengur ekki beinlínis uppí því, einsog sumir gera. Má vera aS hér sé um aS ræSa meS- fædda listhneigS hennar, sem beinzt hefur í æ rikari mæli aS sjálfri sér. ESa öllu heldur: aS sjálfri henni. Hér er ekki beinlínis um aS ræSa svokallaSan Narkissosar-komplex held- ur öllu fremur ríka sjálfsvitund. ÞaS má heldur ekki misskilja þaS þótt hún hafi fremur litiS yndi af karlmönnum, tónlistin kemur í þeirra staS. Og hún sjálf (þetta má ekki beinlínis 34

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.